Torra sór embættiseið

Sjálfstæð Katalónía? | 17. maí 2018

Torra sór embættiseið

Quim Torra, nýr forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sór embættiseið í dag. Torra, sem er aðskilnaðarsinni, var kjörinn leiðtogi í atkvæðagreiðslu á katalónska þinginu á mánudag. Hann var einn í framboði. Helsta baráttumál hans er sjálfstæði Katalóníu. 

Torra sór embættiseið

Sjálfstæð Katalónía? | 17. maí 2018

Quim Torra, nýr forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sór embættiseið í dag. Torra, sem er aðskilnaðarsinni, var kjörinn leiðtogi í atkvæðagreiðslu á katalónska þinginu á mánudag. Hann var einn í framboði. Helsta baráttumál hans er sjálfstæði Katalóníu. 

Quim Torra, nýr forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sór embættiseið í dag. Torra, sem er aðskilnaðarsinni, var kjörinn leiðtogi í atkvæðagreiðslu á katalónska þinginu á mánudag. Hann var einn í framboði. Helsta baráttumál hans er sjálfstæði Katalóníu. 

Stjórnvöld í Madríd ákváðu að senda ekki fulltrúa til embættistökunnar. Torra minntist einungis á katalónsku þjóðina þegar hann sór embættiseiðinn og hann minntist ekki einu orði á spænsku stjórnarskrána eða Spánarkonung. 

Þá bar hann gulan borða sem tákn um stuðning við katalónska aðskilnaðarsinna sem sitja í fangelsi. 

Sjö mánuði eru síðan kosið var um sjálfstæði Katalóníu frá Spáni. Kosningarnar voru dæmdar ólög­legar af spænskum yfirvöldum.  

mbl.is