Snýst um að lifa af

Samfélagsmál | 24. maí 2018

Snýst um að lifa af

„Ég hef selt mig, ég hef þurft að gera ýmislegt, brjótast inn, ég hef verið í yfirgefnum húsum. Þetta snerist bara um að lifa af. Og það er bara survival [lífsbjörg] fyrir mig að selja mig. Hvað átti ég að gera?“ 

Snýst um að lifa af

Samfélagsmál | 24. maí 2018

Sigrún Sigurðardóttir og Arndís Vilhjálmsdóttir eru báðar með erindi á …
Sigrún Sigurðardóttir og Arndís Vilhjálmsdóttir eru báðar með erindi á ráðstefnunni Kynferðisbrot í brennidepli. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Ég hef selt mig, ég hef þurft að gera ým­is­legt, brjót­ast inn, ég hef verið í yf­ir­gefn­um hús­um. Þetta sner­ist bara um að lifa af. Og það er bara survi­val [lífs­björg] fyr­ir mig að selja mig. Hvað átti ég að gera?“ 

„Ég hef selt mig, ég hef þurft að gera ým­is­legt, brjót­ast inn, ég hef verið í yf­ir­gefn­um hús­um. Þetta sner­ist bara um að lifa af. Og það er bara survi­val [lífs­björg] fyr­ir mig að selja mig. Hvað átti ég að gera?“ 

Þetta seg­ir kven­fangi sem Arn­dís Vil­hjálms­dótt­ir, geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og meist­ara­nemi, ræddi við. Arn­dís er að leggja loka­hönd á meist­ara­rit­gerð við heil­brigðis­vís­inda­svið Há­skól­ans á Ak­ur­eyri. Í rit­gerðinni fjall­ar hún um reynslu kven­fanga af meðferðarúr­ræðum inn­an og utan fang­els­is á Íslandi.

Hún er ein þeirra sem flytja er­indi á ráðstefn­unni Kyn­ferðis­brot í brenni­depli á veg­um laga­deild­ar og sál­fræðisviðs Há­skól­ans í Reykja­vík á morg­un.

Þær fundu fyrir auknum kvíðaeinkennum eftir því sem leið á …
Þær fundu fyr­ir aukn­um kvíðaein­kenn­um eft­ir því sem leið á refsi­vist­ina en í skýrslu Sam­einuðu þjóðanna kem­ur fram að fang­elsis­vist ein­stak­linga með erfiðan fíkni­vanda sé í raun skaðleg. mbl.is/​Hari

Að sögn Arn­dís­ar er um eig­ind­lega rann­sókn að ræða og ræddi hún við níu kon­ur á þrítugs-, fer­tugs- og fimm­tugs­aldri sem eiga það sam­eig­in­legt að hafa afplánað eða eru að afplána refsi­vist í ís­lensku fang­elsi.

Á ráðstefn­unni á morg­un mun hún fjalla um kyn­ferðis­legt of­beldi í garð kvenna sem hafa verið í fang­elsi, en það var ein af niður­stöðum viðtal­anna. Eins sýni er­lend­ar rann­sókn­ir fram á það sama.

Sigrún Sig­urðardótt­ir, leiðbein­andi Arn­dís­ar við meist­ara­verk­efnið, seg­ir að þetta sé því miður reynslu­heim­ur mjög margra fanga á Íslandi og eitt­hvað sem fæst­ir viti af og geri sér grein fyr­ir.

„Þær eru kannski beitt­ar of­beldi í æsku, fara í vímu­efna­neyslu og þar verður of­beldið enn meira. Síðan verða þær líka fyr­ir for­dóm­um heil­brigðis­starfs­fólks þegar þær leita sér aðstoðar,“ seg­ir Arn­dís og bæt­ir við: „Það eru mikl­ir for­dóm­ar gagn­vart þess­um kon­um, for­dóm­ar sem mæta þeim hvar sem er.“

Þær Arn­dís og Sigrún segja að oft sé það þannig að þegar rann­sókn­ir eru gerðar með spurn­ingalist­um séu ákveðnir hóp­ar sem ekki taki þátt. Þetta sé einn þeirra hópa. Fram­kvæmd­ar hafa verið rann­sókn­ir hér á landi þar sem þessi hóp­ur er í raun úti­lokaður frá þátt­töku. Rann­sókn­in laut að of­beldi í nán­um sam­bönd­um. 

Glíma oft við flók­inn heilsu­far­svanda

Þær ef­ast um að marg­ar þess­ara kvenna sem búa við þess­ar aðstæður taki þátt í rann­sókn­inni á áfalla­sög­um kvenna. „Þessi hóp­ur er ekk­ert að fara að svara svo ít­ar­legri rann­sókn sem þú þarft að fara inn á með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um. Þeirra áfalla­sög­ur munu ekki koma fram í niður­stöðum þeirr­ar rann­sókn­ar,“ seg­ir Arn­dís.

Í raun er lítið til um þau áföll sem kven­fang­ar hafa orðið fyr­ir á lífs­leiðinni, seg­ir Arn­dís en kon­urn­ar tóku mjög vel í að taka þátt í rann­sókn henn­ar.

Kven­fang­ar glíma oft við flók­inn heilsu­far­svanda auk fíkni­vanda og eru þær oft verr á sig komn­ar þegar þær koma til afplán­un­ar miðað við karla í sömu spor­um. Marg­ar þeirra kvenna sem eru dæmd­ar í fang­elsi á Íslandi hafa framið af­brot tengd neyslu og um upp­söfnuð minni hátt­ar brot að ræða, svo sem búðar­hnupl o.fl.

Að sögn Arn­dís­ar hafa fáir ljáð þess­um hópi rödd sína og hún velti því fyr­ir sér hvers vegna svo sé. „Þetta eru mjög jaðar­sett­ar kon­ur,“ seg­ir Arn­dís.

„Ég held að kon­ur verði mikið fyr­ir mis­notk­un og svo í sam­bönd­um. Eins og ég var að koma úr miklu of­beld­is­sam­bandi með barns­föður mín­um og það er búið að skemma mig og rústa lífi mínu,“ seg­ir ein þeirra sem Arn­dís ræddi við.

Spurð um hvers kon­ar of­beldi kon­urn­ar lýsa seg­ir Arn­dís að það sé af ýms­um toga. Kyn­ferðis­legt of­beldi í æsku, van­ræksla og ann­ars kon­ar lík­am­legt og and­legt of­beldi, svo sem einelti.

Kynferðislegt ofbeldi, vanræksla, líkamlegt ofbeldi og andlegt, einelti. Allt eru …
Kyn­ferðis­legt of­beldi, van­ræksla, lík­am­legt of­beldi og and­legt, einelti. Allt eru þetta æskuminn­ing­ar í huga margra fanga. mbl.is/​G.Rún­ar

Mis­notk­un­in oft af hálfu ná­kom­inna

„Ég hef ekki sam­skipti við pabba minn því hann […] beitti mig kyn­ferðis­legu of­beldi […]. Þetta var allt sam­an mjög sjúkt sam­band okk­ar á milli,“ seg­ir ein þeirra sem Arn­dís tók viðtal við í rann­sókn­inni og fleiri hafa svipaða sögu að segja.

Mis­notk­un af hálfu ná­kom­inna eða ein­hverra sem eru í nán­um sam­skipt­um við heim­ili þeirra. Oft höfðu þær verið á ung­linga­heim­il­um sem ung­ling­ar og reynt fjöl­marg­ar meðferðir. Marg­ar óskuðu þær eft­ir að meðferðin hefði verið áfalla- og ein­stak­lings­miðaðri.

Kon­urn­ar lýstu oft erfiðum aðstæðum og þeirri staðreynd að hafa verið heim­il­is­laus­ar og til að fjár­magna vímu­efna­neyslu. 

„Vegna þess að maður var heim­il­is­laus þá varð maður að þykj­ast vera kær­asta ein­hvers til að fá skjól yfir nótt­ina.“

„Ég seldi mig, það var vinn­an mín. Ég var búin að hitta suma strák­ana það oft að þetta var ekk­ert mál. Ég fékk bara pen­inga. Þetta var eins og þeir væru að gefa mér pen­inga.“

Mjög skort­ir upp á að boðið sé upp á viðun­andi úrræði og meðferð fyr­ir fanga á Íslandi og skort­ur er á aðgengi að fag­fólki. Arn­dís seg­ir að all­ar kon­urn­ar sem hún ræddi við hafi borið fanga­vörðum vel sög­una, lýstu góðum sam­skipt­um við þá og segja þá reyna að sinna starfi sínu af fag­mennsku.

Refsi­vist­in get­ur reynst skaðleg

Líkt og fram kem­ur hér að fram­an hafa þær flest­ar ef ekki all­ar glímt við fíkni­vanda en boðið er upp á tvo AA-fundi í viku í fang­els­um þar sem kon­ur eru. Á Litla-Hrauni er meðferðargang­ur en eng­ar kon­ur afplána þar.

„Það eru tveir fund­ir á viku. Punkt­ur. Það er ekki neitt annað. Þetta er eng­in betr­un­ar­vist. Maður er bara lát­inn dúsa hérna inni á gangi. Eng­in vinna eig­in­lega. Það er ekki búin að vera nein vinna núna í viku. Svo var í tvo daga og svo ekk­ert í þrjár vik­ur,“ seg­ir ein þeirra sem Arn­dís ræddi við.

Eins kom fram í viðtöl­um við kon­urn­ar fundu þær fyr­ir aukn­um kvíðaein­kenn­um eft­ir því sem leið á refsi­vist­ina, en í skýrslu Sam­einuðu þjóðanna kom fram að fang­elsis­vist ein­stak­linga með erfiðan fíkni­vanda væri þess­um hópi í raun skaðleg­ur. Þrátt fyr­ir þyngri dóma þegar kom að fíkni­efna­brot­um hafði það ekki fæl­ing­ar­mátt fyr­ir þenn­an hóp.

Vegna áfalla sem þær hafa orðið fyr­ir á lífs­leiðinni er að sögn Arn­dís­ar nauðsyn­legt að nálg­ast kven­fanga á ann­an hátt en karlfanga. Það er von Arn­dís­ar að hægt verði að bjóða upp á meiri og fjöl­breytt­ari meðferðarúr­ræði fyr­ir kven­fanga sem muni nýt­ast þeim þegar afplán­un lýk­ur. Því þær þurfi aðstoð, þetta eru til að mynda kon­ur sem hafa upp­lifað að missa börn sín frá sér, sem er gríðarlegt áfall fyr­ir alla for­eldra.

Arndís og Sigrún segja mikilvægt að farið verði að vinna …
Arn­dís og Sigrún segja mik­il­vægt að farið verði að vinna með áföll fólks og fíkn­ina á sama tíma. mbl.is/​Heiðar Kristjáns­son

Hring­ur­inn end­ur­tek­ur sig 

„Það eru erfiðleik­ar í æsku eða þær verða fyr­ir áfalli. Þær fara að nota vímu­efni sem bjargráð í erfiðum aðstæðum. Þær verða svo fyr­ir alls kon­ar of­beldi þegar komið er í vímu­efna­neyslu og eng­inn sem gríp­ur þær þar.

Áföll, vímu­efna­neysla, mis­góð meðferðarúr­ræði, iðju­leysi í fang­elsi þar sem mjög lítið er unnið með fíkni­vand­ann. Þær fara út úr fang­elsi á skil­orði og fara aft­ur í vímu­efna­neyslu og brjóta þar með skil­orð og eru send­ar aft­ur í afplán­un. Hring­ur­inn end­ur­tek­ur sig án þess að hann sé rof­inn enda lítið gert til þess að rjúfa hann með því að bjóða upp á viðeig­andi meðferðarúr­ræði. Ekki nóg að bjóða upp á tvo AA-fundi á viku því vand­inn get­ur verið ólík­ur og um leið margþætt­ur sem þær glíma við,“ seg­ir Arn­dís.

Mik­il­vægt að nýta tím­ann til að aðstoða þær

Hún seg­ir að tím­inn sem þær eru í fang­elsi sé svo mik­il­væg­ur til þess að reyna að koma þeim til aðstoðar. „Þetta er dýr­mæt­ur tími,“ seg­ir Arn­dís. Þarna eru þær laus­ar við ut­anaðkom­andi áreiti og hægt að vinna í þeirra mál­um. Ef það er ekki gert er alltaf svo mik­il hætta á að þær endi í sama far­inu og það hafi rann­sókn­ir sýnt fram á.

„Hver er að fara að leigja mér íbúð eða ráða mig í vinnu?“ hef­ur Arn­dís eft­ir viðmæl­anda í rann­sókn­inni. Marg­ir biðji um að fólk fram­vísi saka­vott­orði þegar gerður er leigu- eða ráðning­ar­samn­ing­ur. Þær eru á saka­skrá og fáir sem hafa áhuga á að ráða þær í vinnu eða leigja þeim hús­næði.

Mik­il­vægt að kyn­skipta í meðferð

„Það eru marg­ar stelp­ur sem liggja inni á klef­an­um sín­um eft­ir lok­un og gráta vegna saknaðar til barn­anna sinna. Það er bara að deyfa sam­visku­bitið og láta tím­ann líða. Deyfa sárs­auk­ann og finna ekki til. Það er erfitt þarna úti en svo er erfiðara að vera lokaður hérna inni og þurfa að díla við þetta. Þér er bara hent inn á ein­hvern gang og færð enga hjálp. Það er miklu erfiðara,“ seg­ir kven­fangi.

Arndís Vilhjálmsdóttir ræddi við kvenfanga á Íslandi um reynslu þeirra …
Arn­dís Vil­hjálms­dótt­ir ræddi við kven­fanga á Íslandi um reynslu þeirra af meðferðarúr­ræðum inn­an og utan fang­els­is­ins. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Arn­dís og Sigrún segja mik­il­vægt að farið verði að vinna með áföll fólks og fíkn­ina á sama tíma. Í stað þess að alltaf sé gerð krafa um að viðkom­andi sé án vímu­efna áður en unnið sé úr öðrum áföll­um. Fjöl­marg­ar rann­sókn­ir hafi sýnt fram á tengsl erfiðra áfalla og þró­un­ar fíkni­vanda síðar meir. Því þurfi að vinna þetta sam­an, segja þær.

Að mati Arn­dís­ar og Sigrún­ar er mik­il­vægt að kynja­skipta í meðferð. Meðferðarþarf­ir karla og kvenna eru gjör­ólík­ar.

„Maður eign­ast ligg­ur við kær­asta í hverri ein­ustu meðferð. Maður er ekk­ert að hugsa um sjálf­an sig. Ég held ég geti talið það á hendi annarr­ar hand­ar hvað ég hef farið í gegn­um marg­ar meðferðir án þess að eign­ast kær­asta sko,“ seg­ir ein kvenn­anna sem rætt er við í rann­sókn­inni þegar hún er spurð út í fyrri meðferðir.

Ekki talað svona um aðra þolend­ur of­beld­is

Arn­dís seg­ir að orðræðan í sam­fé­lag­inu vinni ekki held­ur með því að reyna að bæta líf þess­ara kvenna: „Sprautufíkl­ar, fíkl­ar og svona mætti lengi telja. Við erum að tala um kon­ur sem eru alls kon­ar, marg­ar þeirra eru mæður og börn þeirra lesa kannski slík­ar fyr­ir­sagn­ir um mæður sín­ar. Þær segja til dæm­is ekki börn­um sín­um frá að þær séu í fang­elsi. Það er ekki talað svona um aðra þolend­ur of­beld­is  Ekki sé talað um aðra hópa sem verða fyr­ir jafn­miklu of­beldi og þess­ar kon­ur á þenn­an hátt seg­ir Arn­dís.

Sigrún Sigurðardóttir segir að meðferðir verði að vera áfallamiðaðar. Ekki …
Sigrún Sig­urðardótt­ir seg­ir að meðferðir verði að vera áfallamiðaðar. Ekki sé hægt að rétt­læta brott­hvarf úr meðferð með því að viðkom­andi sé ekki reiðubú­inn. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

„Mik­il­vægt er að leggja meiri áherslu á áfallamiðaða þjón­ustu og áfallamiðaða meðferð á öll­um stig­um í kerf­inu. Það þarf að grípa fyrr inn í, það þarf að grípa þess­ar kon­ur áður en þær fara í neyslu og lenda í fang­elsi. Með því að efla fyr­ir­byggj­andi aðgerðir og úrræði þannig að þær geti leitað eft­ir aðstoð eft­ir áföll­in og áður þær enda á þeim stað sem þær eru í dag.

Áfallamiðuð nálg­un ætti að vera í öll­um kerf­um, hvort sem er heil­brigðis-, fé­lags­mála- eða dóms­kerf­inu og það verður að fara að leggja áherslu á áfallamiðaða meðferð í fíkni­meðferðum hér á landi. Við get­um ekki rétt­lætt brott­hvarf úr meðferð með því að segja að fólk sé ekki til­búið,“ seg­ir Sigrún.

Í stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar er því lýst yfir að eitt af höfuðverk­efn­um henn­ar sé að vinna að um­bót­um í meðferð kyn­ferðis­brota. Þetta ætli rík­is­stjórn­in að gera með nýrri aðgerðaáætl­un, end­ur­skoðun og um­bót­um á lög­gjöf­inni og full­gild­ingu Ist­an­búl-samn­ings­ins, sem hef­ur það að mark­miði að vernda kon­ur og börn fyr­ir of­beldi. 

Vinna við þessa aðgerðaáætl­un er haf­in. Þannig var Ist­an­búl-samn­ing­ur­inn full­gilt­ur af Íslands hálfu 26. apríl 2018. Þá hef­ur dóms­málaráðherra lagt fram mark­vissa og fram­sækna aðgerðaáætl­un um úr­bæt­ur í meðferð kyn­ferðis­brota. Til­gang­ur henn­ar er að styrkja innviði rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins með það að mark­miði að bæta stöðu brotaþola inn­an þess og efla og sam­hæfa þjón­ustu við þá á landsvísu. Þá hef­ur for­sæt­is­ráðherra skipað þverfag­leg­an stýri­hóp, sem hef­ur það hlut­verk m.a. að fylgja eft­ir og vinna að heild­stæðum úr­bót­um til að draga úr og sporna gegn kyn­ferðis­legu of­beldi, m.a. með því að rýna lagaum­hverfi kyn­ferðis­brota í þeim til­gangi að styrkja stöðu kær­enda brot­anna. Í hópn­um sitja full­trú­ar fimm ráðuneyta og fer full­trúi for­sæt­is­ráðherra, Halla Gunn­ars­dótt­ir, fyr­ir hópn­um.

Í þeim til­gangi að styðja við og stuðla að mark­vissri inn­leiðingu um­bóta í rétt­ar­vörslu­kerf­inu í sam­ræmi við aðgerðaætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar um bætta meðferð kyn­ferðis­brota hafa dóms­málaráðuneytið, laga­deild og sál­fræðisvið Há­skól­ans í Reykja­vík og Há­skól­inn á Ak­ur­eyri boðað til ráðstefnu um meðferð kyn­ferðis­brota und­ir heit­inu „Kyn­ferðis­brot í brenni­depli“. Ráðstefn­an verður hald­in á morg­un í Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Þar munu sér­fræðing­ar og fræðimenn leggja sitt á vog­ar­skál­arn­ar til að stuðla að vandaðri meðferð mála vegna kyn­ferðis­brota og upp­byggi­legri umræðu um mála­flokk­inn. Í sam­ræmi við áhersl­ur í aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar er sjón­um fyrst og fremst beint að þolend­um brot­anna. Frum­mæl­end­ur koma úr há­skóla­sam­fé­lag­inu og rétt­ar­vörslu­kerf­inu, auk þess sem móðir eins þolanda mun deila reynslu sinni. 

mbl.is