Hinir fangelsuðu ekki í ríkisstjórninni

Sjálfstæð Katalónía? | 29. maí 2018

Hinir fangelsuðu ekki í ríkisstjórninni

Enginn þeirra fyrrverandi ráðherra katalónsku héraðsstjórnarinnar sem voru fangelsaðir eða eru í útlegð vegna kröfu þeirra um sjálfstæði frá Spáni eru hluti af nýrri ríkisstjórn héraðsstjórnarinnar sem forsetinn Quim Torra hefur tilnefnt.

Hinir fangelsuðu ekki í ríkisstjórninni

Sjálfstæð Katalónía? | 29. maí 2018

Quim Torra fyrr í þessum mánuði.
Quim Torra fyrr í þessum mánuði. AFP

Enginn þeirra fyrrverandi ráðherra katalónsku héraðsstjórnarinnar sem voru fangelsaðir eða eru í útlegð vegna kröfu þeirra um sjálfstæði frá Spáni eru hluti af nýrri ríkisstjórn héraðsstjórnarinnar sem forsetinn Quim Torra hefur tilnefnt.

Enginn þeirra fyrrverandi ráðherra katalónsku héraðsstjórnarinnar sem voru fangelsaðir eða eru í útlegð vegna kröfu þeirra um sjálfstæði frá Spáni eru hluti af nýrri ríkisstjórn héraðsstjórnarinnar sem forsetinn Quim Torra hefur tilnefnt.

Þar með eru taldar auknar líkur á því að spænsk stjórnvöld bindi enda á beina stjórn sína yfir Katalóníu.

Fyrr í mánuðinum viðurkenndu spænsk stjórnvöld Torra sem leiðtoga Katalóníu en neituðu að samþykkja val hans á ráðherrum vegna þess að fjórir þeirra hafa verið ákærðir vegna tengsla við sjálfstæðiskröfu katalónsku héraðsstjórnarinnar í fyrra.

Tveir mannanna eru í varðhaldi og bíða réttarhalda í Madrid. Hinir tveir eru í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu.

Í yfirlýsingu sem barst seint í dag kom fram að Torra, sem er aðskilnaðarsinni, hefði undirritað nýja tilskipun með þrettán ráðherra. Þeir fjórir sem voru ákærðir eru ekki á meðal þeirra.

mbl.is