Fögnum helginni með sjómönnum og risaeðlum!

Helgin framundan | 1. júní 2018

Fögnum helginni með sjómönnum og risaeðlum!

Fjölskyldan á mbl.is er í samstarfi við viðburðavefinn Úllendúllen.is um viðburði helgarinnar hverju sinni og hér hafa þeir tekið saman hvað fjölskyldur geta gert skemmtilegt saman: 

Fögnum helginni með sjómönnum og risaeðlum!

Helgin framundan | 1. júní 2018

Hátíð hafsins er ein af skemmtilegri hátíðum ársins
Hátíð hafsins er ein af skemmtilegri hátíðum ársins mbl.is/Styrmir Kári

Fjölskyldan á mbl.is er í samstarfi við viðburðavefinn Úllendúllen.is um viðburði helgarinnar hverju sinni og hér hafa þeir tekið saman hvað fjölskyldur geta gert skemmtilegt saman: 

Fjölskyldan á mbl.is er í samstarfi við viðburðavefinn Úllendúllen.is um viðburði helgarinnar hverju sinni og hér hafa þeir tekið saman hvað fjölskyldur geta gert skemmtilegt saman: 

Það er heilmikið að gera um helgina. Helgin er hátíð hafsins og er Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víða um land. Þá er nú aldeilis mikið að gera fyrir alla fjölskylduna. Veðurspáin er líka alveg ágæt, spáð skýjuðu og þokubökkum á laugardag og 8-18 stiga hita að deginum og pínulítilli súld. Á sunnudag, sem er hinn eiginlegi Sjómannadagur, er spáð vestlægri átt og léttskýjuðu víða.

Í Reykjavík verður hafið hyllt alla helgina alveg frá Hörpu og niður á Granda bæði laugardag og sunnudag.

Á sama tíma er Listahátíð í Reykjavík í fullum gangi. Heilmikið húllumhæ verður í miðbænum í tilefni af hátíðinni. Búast má við helling af fólki, sérstaklega þegar risaeðlur fara á stjá.

Risaeðlur koma við sögu um helgina
Risaeðlur koma við sögu um helgina mbl.is/Listahátíð í Reykjavik

Hér eru hugmyndir fyrir helgina:

Laugardagur:

  • Hollenski götuleikhópurinn Close-Act Theater hefur búið til risaeðlur sem munu þramma um götur Reykjavíkur klukkan 14:00. Gangan hefst við Iðnó. Nánari upplýsingar hér 
  • Sjómannadagurinn og Hátíð hafsins í Reykjavík – og ýmsir viðburðir um allt land. Nánari upplýsingar hér
  • Rafmagnað ævintýri er ævintýralegt afmælispartý tengt Listahátíð sem er flutt í Borgarleikhúsinu 2. og 3. júní. Nánari Upplýsingar hér.
  • Allskonar viðburðir tengdir Hreyfiviku UMFÍ um allt land: Nánari upplýsingar hér.
  • Bæjarhátíðin sjóarinn síkáti í Grindavík. Nánari upplýsingar hér.
  • Tíu ára afmæli sögubílsins Æringja. Nánari upplýsingar hér.
  • Bæjarhátíðin Borg í sveit verður haldin laugardaginn 2. júní. Á hátíðinni bjóða íbúar og fyrirtæki í Grímsnes- og Grafningshreppi heim í opið hús. Opið hús verður milli klukkan 11:00 – 16:00 á öllum stöðum og fjölmargt spennandi í boði. Nánari upplýsingar hér.

Sunnudagur

  • Risaeðlurnar sem voru niðri við Iðnó í gær hafa flutt sig yfir í Egilshöllina en þar verða þær fyrir utan klukkan 11:00 í tilefni af Grafarvogsdeginum.  Nánari upplýsingar hér.
  • Sjómannadagurinn og Hátíð hafsins í Reykjavík – og ýmsir viðburðir um allt land.
  • Allskonar viðburðir tengdir Hreyfiviku UMFÍ um allt land. Nánari upplýsingar hér
  • Bæjarhátíðin sjóarinn síkáti í Grindavík. Nánari upplýsingar hér.
  • Rafmagnað ævintýri er ævintýralegt afmælispartý tengt Listahátíð sem er flutt í Borgarleikhúsinu 2. og 3. júní. Nánari upplýsingar hér. 

Úllendúllen, viðburðavefur fjölskyldunnar

mbl.is