Sá orðrómur er á kreiki á vettvangi formúlu-1 að Red Bull kunni að lækka Max Verstappen í tign vegna tíðra árekstra og bilana og senda hann aftur til Toro Rosso.
Sá orðrómur er á kreiki á vettvangi formúlu-1 að Red Bull kunni að lækka Max Verstappen í tign vegna tíðra árekstra og bilana og senda hann aftur til Toro Rosso.
Sá orðrómur er á kreiki á vettvangi formúlu-1 að Red Bull kunni að lækka Max Verstappen í tign vegna tíðra árekstra og bilana og senda hann aftur til Toro Rosso.
Sjálfur segir ökumaðurinn þetta með öllu tilhæfulaust en hann þótti hafa bætt enn einni skömminni í hatt sinn er hann klessti bílnum á öryggisveg í Mónakó með þeim afleiðingum að hann komst ekki í tímatöku kappakstursins. Var hann með bíl í höndunum sem var til þess fallinn að vinna ráspólinn, en liðsfélagi hans Daniel Ricciardo hampaði honum að lokum.
Munu stjórar Red Bull reiðst honum all verulega og liðsstjórinn Christian Horner sagði að nú væri nóg komið hjá Verstappen. Er það í höndum aðalstjórans Helmut Marko hvort honum verði skilað aftur til dótturliðsins.