Ökumenn Haas-liðsins hafa varaðir við glannalegum akstri í Montreal í Kanada um helgina því skemmdir á bílunum eins og t.d. við árekstur getur þýtt að þeir komist ekki lengra.
Ökumenn Haas-liðsins hafa varaðir við glannalegum akstri í Montreal í Kanada um helgina því skemmdir á bílunum eins og t.d. við árekstur getur þýtt að þeir komist ekki lengra.
Ökumenn Haas-liðsins hafa varaðir við glannalegum akstri í Montreal í Kanada um helgina því skemmdir á bílunum eins og t.d. við árekstur getur þýtt að þeir komist ekki lengra.
Ástæðan fyrir aðvöruninni er skortur á varahlutum í bíla Haas í Montreal. Liðssjórinn Guenther Steiner segir frekar tómlegt um að lítast í vöruhúsi bandaríska liðsins.
„Engar klessukeyrslur um helgina,“ sagði Steiner í aðvörun sinni til þeirra Romain Grosjean og Kevins Magnussen.
Mikið hefur verið um óhöpp af hálfu þeirra það sem af er - einkum þó Grosjean sem skemmdi bíl sinn umtalsvert í bæði Bakú og Barcelona. Hefur það bitnað á varahlutalagernum.
Vegna þess að í hættu stefndi voru nýlegir íhlutar í bílum Haas fjarlægðir fyrir kappaksturinn í Mónakó og gamlir settir í staðinn. Skýrir það að hluta hraðaskort bílanna á götum dvergríkisins en þeir komu í mark í 13. og 15. sæti.
Þrátt fyrir varahlutaskort mætir Haas með umtalsverðar uppfærslur í bílana í Montreal. Þær eru meðal annars fólgnar í nýjum framvæng og vindskeiðum á belg bílsins. ar mun