Eldur í vöruhúsi með kjörseðlum

Írak | 10. júní 2018

Eldur í vöruhúsi með kjörseðlum

Eldur kom upp í vöruhúsi í Bagdad í dag þar sem kjörseðlar úr þingkosningunum sem fram fóru í Írak 12. maí eru geymdir. Íraska þingið samþykkti á miðvikudag að endurtalning á um tíu milljónum atkvæða færi fram vegna ásakana um stórfellt svindl í kosningunum.

Eldur í vöruhúsi með kjörseðlum

Írak | 10. júní 2018

Svartur reykur stígur upp frá vöruhúsinu þar sem fjöldi kjörseðla …
Svartur reykur stígur upp frá vöruhúsinu þar sem fjöldi kjörseðla frá þingkosningunum í síðasta mánuði eru geymdir. AFP

Eldur kom upp í vöruhúsi í Bagdad í dag þar sem kjörseðlar úr þingkosningunum sem fram fóru í Írak 12. maí eru geymdir. Íraska þingið samþykkti á miðvikudag að endurtalning á um tíu milljónum atkvæða færi fram vegna ásakana um stórfellt svindl í kosningunum.

Eldur kom upp í vöruhúsi í Bagdad í dag þar sem kjörseðlar úr þingkosningunum sem fram fóru í Írak 12. maí eru geymdir. Íraska þingið samþykkti á miðvikudag að endurtalning á um tíu milljónum atkvæða færi fram vegna ásakana um stórfellt svindl í kosningunum.

Í vöruhúsinu voru geymd atkvæði frá Al-Russafa hverfinu, en talið er að um 60% þeirra tveggja milljóna íbúa Bagdad, höfuðborgar Íraks, hafi greitt atkvæði í hverfinu, sem er eitt stærsta kjördæmi borgarinnar.

Svartur reykur stígur upp frá vöruhúsinu og hefur AFP-fréttastofan eftir heimildarmanni að um tíu slökkviliðsbílar séu á svæðinu. Upptök eldsins eru ekki kunn. Samkvæmt upplýsingum frá talsmanni íraska innanríkisráðuneytisins skiptist vöruhúsið í fjóra hluta og er hluti hússins sem hýsir tölvubúnað og gögn gjöreyðilagður. Reynt er að koma í veg fyrir að eldurinn berist í hluta hússins þar sem kjörgögnin eru.

Þingkosningarnar í maí vou þær fyrstu frá því stjórn­völd lýstu yfir sigri yfir víga­sam­tök­un­um Ríki íslams. Inn­an við helm­ing­ur kjós­enda mættu á kjörstað og voru úrslitin nokkuð óvænt, en kosningabandalag sítaklerksins Moqtada al-Sadr og kommúnista vann mikinn kosningasigur.

Til stendur að endurtelja um tíu milljónir atkvæða en óljóst …
Til stendur að endurtelja um tíu milljónir atkvæða en óljóst er um framtíð fjölda kjörseðla vegna eldvoðans. AFP
mbl.is