Fyrsta fæða barnsins

Næring barna | 13. júní 2018

Fyrsta fæða barnsins

CafeSigrún vefurinn er þekktur fyrir margar hollar og kræsilegar uppskriftir en þar er einnig að finna góð ráð fyrir fyrstu fæðu barnsins. Fjölskyldan á mbl.is fékk leyfi til að birta hluta af grein um fyrsta fæði barnsins sem var yfirlesin af hjúkrunarfræðingum. 

Fyrsta fæða barnsins

Næring barna | 13. júní 2018

Það er sjálfsagt að leyfa börnunum að spreyta sig sjálf …
Það er sjálfsagt að leyfa börnunum að spreyta sig sjálf að næra sig en ekki búast við að það sé snyrtilegt ferli. mbl.is/thinkstockphotos

CafeSigrún vefurinn er þekktur fyrir margar hollar og kræsilegar uppskriftir en þar er einnig að finna góð ráð fyrir fyrstu fæðu barnsins. Fjölskyldan á mbl.is fékk leyfi til að birta hluta af grein um fyrsta fæði barnsins sem var yfirlesin af hjúkrunarfræðingum. 

CafeSigrún vefurinn er þekktur fyrir margar hollar og kræsilegar uppskriftir en þar er einnig að finna góð ráð fyrir fyrstu fæðu barnsins. Fjölskyldan á mbl.is fékk leyfi til að birta hluta af grein um fyrsta fæði barnsins sem var yfirlesin af hjúkrunarfræðingum. 

________________________________________________________________

Meltingarkerfi og ónæmiskerfi ungra barna þroskast ekki fyrr en um sex mánaða aldurinn og er ekki fullþroskað fyrr en við eins árs aldurinn. Það besta fyrir barnið er móðurmjólkin enda fær barnið mótefni frá móðurinni sem ver það gegn sýkingum. Móðurmjólkin er alltaf stútfull af mótefnum og þau hverfa ekki úr mjólkinni þó barnið verði eldra. Þetta er mikilvægt að hafa í huga í sambandi við fæðuofnæmi og bakteríur og er ástæðan fyrir því að mikilvægt er að dauðhreinsa snuð, túttur, skeiðar o.fl sem börn setja upp í sig þegar þau eru þetta ung.

Það er svo sem best og ódýrast að mauka sjálf/ur. …
Það er svo sem best og ódýrast að mauka sjálf/ur. En getur verið tímafrekt. mbl.is/thinkstockphotos

upplagt fyrir foreldrana að borða slíkt með barninu svo það læri það sem fyrir þeim er haft.

Börn ættu ekki að borða of mikið af trefjum þar sem þau verða of södd of fljótt án þess að fá í raun nóg að borða og næringarefni nýtast ekki eins vel ef þau „skolast út”. Einnig ætti alls ekki að gefa börnum fitusnauðan mat eins og léttar mjólkurvörur (t.d. smjör, ost, jógúrt o.þ.h.) þar sem þau þurfa fituna nauðsynlega til að vaxa, sérstaklega upp að tveggja ára aldrinum.

Best er að kaupa lífrænt framleiddar vörur (eins og mauk, grauta o.fl.) ef þarf að kaupa matinn á annað borð sem og lífrænt ræktaða ávexti og grænmeti, sérstaklega þegar um er að ræða rótarávexti en þeir draga í sig mikið af efnum úr jörðinni. Æskilegt er að skræla alla ávexti og afhýða grænmeti.

Það getur verið hrikalega fyndið að byrja borða mat!
Það getur verið hrikalega fyndið að byrja borða mat! mbl.is/thinkstockphotos

Fyrstu sex mánuðirnir

Fyrstu sex mánuðina er móðurmjólkin besti kosturinn en sá næst besti er þurrmjólkin sem ætluð er ungbörnum. Hægt er að fá lífrænt framleidda þurrmjólk (t.d. Babynat og Holle) í heilsubúðum og apótekum. Öll önnur fæða er ekki aðeins óþörf heldur beinlínis lélegri kostur. Eftir að barnið er orðið mánaðargamalt er þó mælt með 4 D dropum á dag. Rétt er þó að bíða með lýsi þar til barnið er farið að fá fasta fæðu. Ef barnið þarf ábót fyrstu 4 mánuðina þá er ungbarnaþurrmjólkin besti kosturinn, grautur eða önnur föst fæða hentar ekki börnum fyrstu 4 mánuðina. Sum börn sem taka vel við mat og hafa góða lyst þola að fá hrísmjöls- eða maísgrauta eftir 4 mánaða aldurinn.

Núll til sex mánaða börn ættu aðeins að fá móðurmjólk (eða þurrmjólk) nema aðstæður kalli á annað (og þá í samráði við lækni, næringarfræðing eða ljósmóður).

Sex til níu mánaða

Börn mega fá maukaðan mat ásamt mjólkinni sem þau eru vön að drekka þ.e. móðurmjólk eða þurrmjólk. Járnforði ungbarna er uppurinn upp úr 6 mánaða og því þurfa þau að fá járnríka fæðu og C vítamín til að aðstoða við upptöku járnsins. Börn ættu að hámarki að drekka um 500 ml á sólarhring af þurrmjólk eða móðurmjólk þegar barnið er farið að borða úr öllum fæðuflokkum. Börn mega á þessu stigi t.d. fá gufusoðnar og vel maukaðar perur, gulrætur, rófur, epli o.þ.h. Engir bitar mega vera í fæðunni fyrst um sinn. Einnig má barnið t.d. fá stappaðan banana, papaya og lárperu. Hrísmjöl og maísmjöl hentar vel sem viðbót við ávextina og grænmetið.

Þegar barnið þokast nær níu mánaða aldrinum mega vera mjög litlir bitar í matnum (t.d. kjúklingabaun í nokkrum bitum) og þá má stappa matinn frekar en að mauka hann. Upp úr sjö mánaða fara tennurnar að láta á sér kræla og þá er mikilvægt að barnið noti tennurnar og hreyfi kjálkana því það æfir vöðvana fyrir tal síðar meir. Ef börnum er gefin maukuð fæða of lengi, vilja þau oft ekki minna maukaðan mat síðar meir. Það sem ætti að varast í mataræði sex til níu mánaða barna (sérstaklega ef ofnæmi er þekkt í fjölskyldu):

Á aldrinum sex til níu mánaða mega börn fá maukaðan …
Á aldrinum sex til níu mánaða mega börn fá maukaðan mat ásamt mjólkinni sem þau eru vön að drekka þ.e. móðurmjólk eða þurrmjólk. mbl.is/thinkstock

Það sem ætti að varast í mataræði 6-9 mánaða barna (sérstaklega ef ofnæmi er þekkt í fjölskyldu):

  • Fisk og skelfisk
  • Hunang
  • Hnetur bæði heilar sem og hnetuafurðir eins og hnetusmjör
  • Hrá eða illa soðin egg
  • Salt (í mesta lagi 1 gramm á dag)
  • Sykur
  • Gerjaðan ost (Camembert, Brie og allan annan mygluost)
  • Ber og sítrusávexti eins og appelsínur og sítrónur sem og jarðarber og kiwi.
  • Tómata og tómatafurðir ætti einnig að varast (innihalda salicylatessem getur pirrað magann)
  • Glúten (t.d. bygg, rúg, hveiti, spelti, hafra). Best er að byrja á því að gefa börnunum hrísmjöl þar það er glúteinlaust og veldur sjaldan ofnæmisviðbrögðum. Upp úr 7-8 mánaða má fara að gefa grauta úr mjöli eins og t.d. hafra, bygg, rúg, hirsi, spelti sem og fínt brauð
  • Sætuefni eða MSG eða önnur viðbætt bragð- eða litarefni (aldrei gott fyrir neinn óháð aldri en sérstaklega ekki fyrir viðkvæma maga)
  • Ávaxtasafa

Margir foreldrar halda að það sé svo tímafrekt að búa til mat á hverjum degi og það er alveg víst að nú til dags hafa foreldrar lítinn tíma til að standa yfir pottunum og hræra í þeim. Þess vegna er gott að búa til mikið magn í einu og frysta, taka einn dag í mánuði í það að mauka helling, frysta í ísmolabox og pakka svo inn í góða frystipoka. Þannig er hægt að senda krílin með hollan mat til dagmömmu eða fyrir upptekna foreldrið sem er heima við er kjörið að geta hitað upp mola og mola. Gott er einnig að gera grunnmauk eins og sætar kartöflur, blandað grænmeti o.fl. til að eiga þegar börnin fara að fá kjöt- eða fiskbita út í matinn. Matvinnsluvél eða töfrasproti, (frystir), ísmolabox, lítil plastbox og frystipokar er góður grunnur til að byrja með.

Greinin á CafeSigrun vefnum

mbl.is