Ný bæjarstjórn Hafnarfjarðar kom saman

Sveitarstjórnarkosningar 2018 | 20. júní 2018

Ný bæjarstjórn Hafnarfjarðar kom saman

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fór fram í kvöld. Á fundinum var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018-2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins.

Ný bæjarstjórn Hafnarfjarðar kom saman

Sveitarstjórnarkosningar 2018 | 20. júní 2018

Frá fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í kvöld.
Frá fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í kvöld. Ljósmynd/Lárus Karl Ingason

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fór fram í kvöld. Á fundinum var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018-2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins.

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fór fram í kvöld. Á fundinum var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018-2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins.

Ágúst Bjarni Garðarsson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Þá var Rósa Guðbjartsdóttir, fráfarandi formaður bæjarráðs, ráðin bæjarstjóri og kemur hún til starfa á morgun 21. júní.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og óháðra hafa gert með sér sáttmála um myndum meirihluta bæjarstjórnar, sem ber yfirskriftina „Bætt þjónusta, betri bær.“ Í sáttmálanum kemur fram að áhersla sé lögð „á málefni fjölskyldunnar, eldri borgara og skilvirka þjónustu í þágu íbúa og fyrirtækja.“ 

„Við erum að boða ákveðna framtíðarsýn, hvernig við getum gert góðan bæ enn betri. Þar erum við að leggja áherslu á málefni barnafjölskyldna, eldri borgara og húsnæðismál. Það er meginstefið í þessum málefnasamningi milli flokkanna,“ er haft eftir Ágústi Bjarna Garðarssyni formanni bæjarráðs, í tilkynningu frá bænum. 

mbl.is