Hótar 20% tollum á evrópska bíla

Hótar 20% tollum á evrópska bíla

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag að setja 20% innflutningstolla á bíla sem framleiddir eru í löndum Evrópusambandsins og fluttir til Bandaríkjanna, ef Evrópusambandið myndi ekki hætta að leggja tolla á bandarískar vörur og setja upp viðskiptahindranir gegn bandarískum fyrirtækjum.

Hótar 20% tollum á evrópska bíla

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 22. júní 2018

Trump hótaði 20% tollum á bíla frá ESB á Twitter-síðu …
Trump hótaði 20% tollum á bíla frá ESB á Twitter-síðu sinni í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag að setja 20% innflutningstolla á bíla sem framleiddir eru í löndum Evrópusambandsins og fluttir til Bandaríkjanna, ef Evrópusambandið myndi ekki hætta að leggja tolla á bandarískar vörur og setja upp viðskiptahindranir gegn bandarískum fyrirtækjum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag að setja 20% innflutningstolla á bíla sem framleiddir eru í löndum Evrópusambandsins og fluttir til Bandaríkjanna, ef Evrópusambandið myndi ekki hætta að leggja tolla á bandarískar vörur og setja upp viðskiptahindranir gegn bandarískum fyrirtækjum.

Þessu lýsti forsetinn yfir á Twitter-síðu sinni, en um mánuður er síðan að bandarísk yfirvöld hófu að rannsaka það hvort innflutningur á bílum væri ógn við þjóðaröryggi landsins.

Taka má hótun Trumps sem svari við aðgerðum Evrópusambandsins, sem í dag hóf að leggja tolla á ýmsar bandarískar vörur, en þær aðgerðir ESB voru svar við þeim verndartollum sem bandarísk yfirvöld hafa komið á síðustu vikurnar.

Bandaríkin leggja í dag á 2,5% toll á bíla frá Evrópusambandinu, en 25% toll á innflutta pallbíla. Evrópusambandið innheimtir 10% tolla á bíla sem fluttir eru inn frá Bandaríkjunum.

Frétt Reuters um málið

mbl.is