Er sólginn í djúpsteiktan mat

Læknirinn í eldhúsinu | 28. júní 2018

Er sólginn í djúpsteiktan mat

Ragnar Freyr Ingvarsson, lyf- og gigtarlæknir er ef til vill betur þekktur sem Læknirinn í Eldhúsinu. En hann er með vefsíðuna vinsælu sem ber einmitt heitið Læknirinn í Eldhúsinu, hefur skrifað matreiðslubækur og tekið upp fjölda sjónvarpsþátta þar sem hann kynnir sér mat og matarmenningu, ásamt því að töfra fram ljúffenga rétti á öllum vígstöðum. Um þessar mundir er hann einmitt önnum kafinn við að taka upp sjónvarpsþátt fyrir Sjónvarp Símans sem kemur til með að heita Lambið og miðin – en við þær upptökur er ferðast víða um Ísland. Þar að auki er læknirinn á leið til Spánar í haust þar sem hann mun kynna sér vín og matarmenningu í Ribera del Duero, Rioja og Baskalandi. Það er því nóg um að vera hjá Ragnari, sem gaf sér þó tíma til að svara nokkrum laufléttum spurningum fyrir okkur, þrátt fyrir annasama dagskrá.

Er sólginn í djúpsteiktan mat

Læknirinn í eldhúsinu | 28. júní 2018

Læknirinn er á leið til Spánar í haust þar sem …
Læknirinn er á leið til Spánar í haust þar sem hann mun kynna sér vín og matarmenningu í Ribera del Duero, Rioja og Baskalandi. mbl.is/RFI

Ragnar Freyr Ingvarsson, lyf- og gigtarlæknir er ef til vill betur þekktur sem Læknirinn í Eldhúsinu. En hann er með vefsíðuna vinsælu sem ber einmitt heitið Læknirinn í Eldhúsinu, hefur skrifað matreiðslubækur og tekið upp fjölda sjónvarpsþátta þar sem hann kynnir sér mat og matarmenningu, ásamt því að töfra fram ljúffenga rétti á öllum vígstöðum. Um þessar mundir er hann einmitt önnum kafinn við að taka upp sjónvarpsþátt fyrir Sjónvarp Símans sem kemur til með að heita Lambið og miðin – en við þær upptökur er ferðast víða um Ísland. Þar að auki er læknirinn á leið til Spánar í haust þar sem hann mun kynna sér vín og matarmenningu í Ribera del Duero, Rioja og Baskalandi. Það er því nóg um að vera hjá Ragnari, sem gaf sér þó tíma til að svara nokkrum laufléttum spurningum fyrir okkur, þrátt fyrir annasama dagskrá.

Ragnar Freyr Ingvarsson, lyf- og gigtarlæknir er ef til vill betur þekktur sem Læknirinn í Eldhúsinu. En hann er með vefsíðuna vinsælu sem ber einmitt heitið Læknirinn í Eldhúsinu, hefur skrifað matreiðslubækur og tekið upp fjölda sjónvarpsþátta þar sem hann kynnir sér mat og matarmenningu, ásamt því að töfra fram ljúffenga rétti á öllum vígstöðum. Um þessar mundir er hann einmitt önnum kafinn við að taka upp sjónvarpsþátt fyrir Sjónvarp Símans sem kemur til með að heita Lambið og miðin – en við þær upptökur er ferðast víða um Ísland. Þar að auki er læknirinn á leið til Spánar í haust þar sem hann mun kynna sér vín og matarmenningu í Ribera del Duero, Rioja og Baskalandi. Það er því nóg um að vera hjá Ragnari, sem gaf sér þó tíma til að svara nokkrum laufléttum spurningum fyrir okkur, þrátt fyrir annasama dagskrá.

Kaffi eða te: Alltaf kaffi – einn besti drykkur sem mannkyninu hefur áskotnast. Bætir, hressir og kætir!

Hvað borðaðir þú síðast? Ljúffengan pastarétt ‒ gerðan úr lambakjöti, spergilkáli, karmelluðum sveppum, rjómaosti og ristuðum valhnetum. Mjög ljúffengt og kemur á bloggið fljótlega.

Hin fullkomna máltíð: Hugljúf og bragðgóð máltíð sem nostrað hefur verið við drykklanga stund sem maður síðan nýtur með fólki sem maður unnir, við kertaljós eða eldstæði, með stæðilegt rauðvínsglas í hönd. Fátt gleður mitt heimska hjarta meira en að gefa vinum og vandamönnum gott að borða.

Hvað borðar þú alls ekki? Hef eiginlega ekki fundið það ennþá. Ætli ég myndi ekki prófa allt einu sinni ‒ það er allavega töff að segja það. Svo kemur bara í ljós hvað maður þorir, þegar á hólminn er komið.

Avókadó á ristað brauð eða pönnukökur með sírópi? Má ég segja eitthvað allt annað? Galette pönnukaka ‒ sem er þunn pönnukaka með djion sinnepi, skinku, osti og steiktu eggi. En ef það má ekki þá finnst mér þykk pönnukaka með smá sírópi og beikoni déskoti gott. 

Súpa eða salat? Salat – en það verður að vera eitthvað haldbært í því. Og góð salatsósa.

Uppáhalds veitingastaðurinn: Það eru margir góðir veitingastaðir á Íslandi. Get ekki sagt að einhver einn sé í sérstöku uppáhaldi. Hef þó farið nokkuð oft á Mat og Drykk undanfarið ár. Þá er Skál á Hlemmi líka mjög skemmtilegt veitingahús.

Besta kaffihúsið: Ég hef ekki mikinn tíma til að fara á kaffihús og er því varla dómbær á það.

Salt eða sætt? Myndi segja salt. Ég er í raun ekki mikið fyrir eftirrétti og vel eiginlega alltaf forrétt í stað eftirréttar þegar velja á tvennt af þrennu á matseðli.

Fiskur eða kjöt? Þetta eru erfiðari spurningar en ég hélt ‒ það fer alveg eftir stemmingunni! Ég verð þó að játa að ég borða oftar kjöt en fisk.

Hvað setur þú á pizzuna þína? Ég er hrifinn af því að setja kröftuga hvítlauksolíu, smælki og geitaost á flatböku. Ef ég kemst ekki upp með það þá vil ég hafa eitthvað sterkt á henni, eitthvað sem rífur aðeins í.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Ætli það sé ekki sænski surströmming ‒ sem er einhverslags síld sem fær að gerjast í niðursuðudós. Lyktin er ævintýralega vond – en bragðið ekki svo hræðilegt. Þetta er hákarl þeirra Svía.

Matur sem þú gætir ekki lifað án: Smjör - ég elska smjör, allt verður betra þegar það er eldað upp úr smjöri. Svo verð ég að hafa hvítlauk - helst rósahvítlauk frá Lautrec í Frakklandi. Ég má ekki gleyma Kampot pipar frá Kambódíu. Og salti frá Saltverki.

Uppáhalds drykkur: Ljúffengt og bragðmikið rauðvín gæti ég eiginlega ekki verið án. Masi Corbec er í sérstöku uppáhaldi um þessar mundir.

Besta snarlið: Nýtt rúgbrauð með þykku lagi af smjöri, gamaldags lambakæfu, brakandi ferskri agúrkusneið og glas af ísskaldri nýmjólk.

Hvað kanntu best að elda? Eftir mikla eldamennsku undanfarin ár þá hefur mér farið fram í eldhúsinu þannig að ég held að ég sé að verða nokkuð ágætur. Ég geri rosalega góðan langeldaðan lambaframpart þó að ég segi sjálfur frá.

Hvenær eldaðir þú síðast fyrir einhvern? Ég er alltaf að elda fyrir fjölskylduna mína. Nú um helgina er ég að fara að bjóða útgefandanum mínum, leikstjóra og fleira fólki í mat. Vona að það heppnist vel!

Uppáhalds eldhúsáhaldið: Ég hef talsverða ást á kokkahnífum og á orðið ansi stæðilegt safn af slíkum. Öll verk í eldhúsinu verða auðveldari með skarpan hníf í hönd.

Besta uppskriftarbókin: Ég á næstum 450 matreiðslubækur. Ætli ég velji ekki bókina sem kom mér á bragðið ‒ Jamie Oliver, The naked Chef. Hún er ekki sú besta en veiti mér mikinn innblástur þegar ég var ungur maður að stíga mín fyrstu skref í eigin eldhúsi.

Sakbitin sæla: Ég verð að segja að ég er alger „sucker“ þegar það kemur að djúpsteiktum mat. Eiginlega hvað sem það er. 

Uppáhalds ávöxtur: Síðustu misseri hef ég verið hugfanginn af mangói - ótrúlega ljúffengur ávöxtur sem á svo víða erindi. Sérstaklega með grillmatnum.

Besti skyndibitinn: Ég elska djúpsteiktan kjúkling ‒ ætli það væri ekki minn „go to“ skyndibiti. Þá sjaldan sem ég leyfi mér eitthvað slíkt.

Ef þú fengir Vigdísi Finnbogadóttur í mat, hvað myndir þú elda? Ég hef einu sinni setið til borðs með Vígdísi í sumarhúsi foreldra minna og snætt með henni kvöldverð. Ætli ég myndi ekki reyna að líkja eftir þeirri máltíð þar sem hún virtist svo ánægð með matinn. Myndi byrja með sjávarrétti í forrétt - humar með hvítlaukssmjöri og einfaldri hvítlaukssósu og hvítvínsdreitli. Svo langeldaðan lambaframpart með blönduðu rótargrænmeti og bragðmiklu íslensku salati. Í eftirrétt myndi ég gera handa henni skyrbúðing með bláberjasultu og ferskum aðalbláberjum.

mbl.is