Fimmtugasti kappakstur Haas í formúlu-1 var liðinu til mikillar gleði og hvatningar til að standa sig enn betur í framtíðinni. Liðið hafði lofað góðu framan af vertíð en loksins small allt saman í Spielberg í Austurríki.
Fimmtugasti kappakstur Haas í formúlu-1 var liðinu til mikillar gleði og hvatningar til að standa sig enn betur í framtíðinni. Liðið hafði lofað góðu framan af vertíð en loksins small allt saman í Spielberg í Austurríki.
Fimmtugasti kappakstur Haas í formúlu-1 var liðinu til mikillar gleði og hvatningar til að standa sig enn betur í framtíðinni. Liðið hafði lofað góðu framan af vertíð en loksins small allt saman í Spielberg í Austurríki.
Í fyrsta lagi jafnaði Haas sinn besta árangur í tímatökum með því að ná fimmta rásstað. Þá hefur bíll liðsins aldrei verið jafn framarlega á rásmarki en Romain Grosjean lauk keppni í fjorða sæti.
Loks fékk Haas fleiri stigu úr austurríska kappakstrinuim en nokkrum öðrum hingað til, eða 22. Hækkaði Haas um tvö sæti í stigakeppninni um heimsmeistaratitil liðanna, lyfti sér upp fyrir McLaren og Force India og er nú í því fimmta.
Keppinautarnir hjá Renault voru án stiga í fyrsta sinn á árinu og verða franska liðið að taka ógnina af Haas alvarlega. Aðeins 13 stig skilja þau að og stigafjöldi Haas í Spielberg er tvöfalt meiri en Renault hefur hlotið í nokkru móti í ár.
Alonso öflugur
Í fyrsta sinn á árinu átti Force India báða bíla í stigasæti í Austurríki. Næstur á eftir þei varð Fernando Alonso sem vann sig upp um 12 sæti frá ræsingu og fram að endamarki. Enginn ökumaður hefur unnið sig upp um jafnmörg sæti í ár en Alonso lauk keppni í áttunda sæti. Hann hefur og lagt liðsfélaga sinn Stoffel Vandoorne að velli í öllum tímatökum ársins.