Fjarðabyggð ræður bæjarstjóra

Karl Óttar nýr bæjarstjóri í Fjarðabyggð

Karl Óttar Pétursson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Fjarðabyggðar, en gengið var frá ráðningu hans á bæjarráðsfundi í morgun. Karl Óttar er 47 ára gamall og hefur undanfarin ár starfað sem forstöðumaður lögfræðisviðs Arion banka.

Karl Óttar nýr bæjarstjóri í Fjarðabyggð

Sveitarstjórnarkosningar 2018 | 5. júlí 2018

Bæjarráð Fjarðabyggðar ásamt nýjum bæjarstjóra. Frá vinstri: Dýrunn Pála Skaftadóttir, …
Bæjarráð Fjarðabyggðar ásamt nýjum bæjarstjóra. Frá vinstri: Dýrunn Pála Skaftadóttir, Eydís Ásbjörnsdóttir, Karl Óttar Pétursson, Rúnar Gunnarsson og Jón Björn Hákonarson. Ljósmynd/Fjarðabyggð

Karl Óttar Pétursson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Fjarðabyggðar, en gengið var frá ráðningu hans á bæjarráðsfundi í morgun. Karl Óttar er 47 ára gamall og hefur undanfarin ár starfað sem forstöðumaður lögfræðisviðs Arion banka.

Karl Óttar Pétursson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Fjarðabyggðar, en gengið var frá ráðningu hans á bæjarráðsfundi í morgun. Karl Óttar er 47 ára gamall og hefur undanfarin ár starfað sem forstöðumaður lögfræðisviðs Arion banka.

Í tilkynningu um ráðninguna á vef sveitarfélagsins segir að Karl Óttar hafi frá árinu 2014 verið framkvæmdastjóri rokkhátíðarinnar Eistnaflugs í Neskaupstað og hafi því góða tengingu við samfélagið í Fjarðabyggð.

Karl Óttar lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1995, með heimspeki sem aukagrein. Árið 2002 lauk Karl svo embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og hlaut árið 2011 löggildingu sem héraðsdómslögmaður.

Áður en Karl Óttar hóf störf hjá Arion banka starfaði hann hjá Héraðsdómi Vestfjarða og Kaupþingi. Hann tekur við starfi bæjarstjóra af Páli Björgvini Guðmundssyni.

mbl.is