Spurt og svarað: Móðir kvíðir fríinu

Spurt og svarað | 6. júlí 2018

Spurt og svarað: Móðir kvíðir fríinu

Við erum blönduð fjölskylda, ég á fimm ára stelpu og tíu ára strák og maðurinn minn á 6 ára tvíburastráka. Við verðum öll saman í fjórar vikur, bæði heima og svo erum við fara í frí saman og ég kvíði því töluvert, því strákarnir virðast þurfa lítinn svefn og ekki vanir rútínu eins og mín börn. Stelpan mín þolir illa rask á svefnvenjum og verður mjög erfið ef hún fær ekki sína 10 tíma. Hún tekur þvílík skapköst og er algjörlega óviðráðanleg stundum. Manninum mínum finnst þetta ekkert mál, segir að ég sé að gera of mikið úr þessu, en þetta stressar mig mjög.

Spurt og svarað: Móðir kvíðir fríinu

Spurt og svarað | 6. júlí 2018

Farsælt fjölskyldulíf byggist oft á því að allir þurfa að …
Farsælt fjölskyldulíf byggist oft á því að allir þurfa að mætast í miðri leið. Þetta getur meira krefjandi í fríum en í hversdeginum. Að sama skapi geta hversdagslegir hlutir verið meira krefjandi í samsettum fjölskyldum þar sem bæði börn og foreldrar koma með ýmsar venjur úr einni fjölskyldu sem ganga e.t.v. ekki upp í nýju fjölskyldunni. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Við erum blönduð fjölskylda, ég á fimm ára stelpu og tíu ára strák og maðurinn minn á 6 ára tvíburastráka. Við verðum öll saman í fjórar vikur, bæði heima og svo erum við fara í frí saman og ég kvíði því töluvert, því strákarnir virðast þurfa lítinn svefn og ekki vanir rútínu eins og mín börn. Stelpan mín þolir illa rask á svefnvenjum og verður mjög erfið ef hún fær ekki sína 10 tíma. Hún tekur þvílík skapköst og er algjörlega óviðráðanleg stundum. Manninum mínum finnst þetta ekkert mál, segir að ég sé að gera of mikið úr þessu, en þetta stressar mig mjög.

Við erum blönduð fjölskylda, ég á fimm ára stelpu og tíu ára strák og maðurinn minn á 6 ára tvíburastráka. Við verðum öll saman í fjórar vikur, bæði heima og svo erum við fara í frí saman og ég kvíði því töluvert, því strákarnir virðast þurfa lítinn svefn og ekki vanir rútínu eins og mín börn. Stelpan mín þolir illa rask á svefnvenjum og verður mjög erfið ef hún fær ekki sína 10 tíma. Hún tekur þvílík skapköst og er algjörlega óviðráðanleg stundum. Manninum mínum finnst þetta ekkert mál, segir að ég sé að gera of mikið úr þessu, en þetta stressar mig mjög.

Sæl, ég skil vel að þetta stressi þig og þá er nauðsynlegt að þið ræðið þetta og finnið lausnir. Svefn er ótrúlega mikilvægur og gegnir margvíslegu hlutverki. Þó er alveg ljóst að svefnþörf einstaklinga er mismunandi. Þegar börn eru ung skiptir rútína og rammi ákaflega miklu máli, svo barnið nái að þróa með sér heilbrigðar og hollar svefnvenjur. Þegar þær venjur eru orðnar nokkuð fastmótaðar má líka kenna sveigjanleika, sem er ekki síður mikilvægur.

Ég býst við að þið öll 6 hafið nokkuð ólíkar svefnþarfir og því ólíklegt að allir fari alltaf að sofa á sama tíma og vakni á sama tíma. Það væri eiginlega óeðlilegra en hitt.

Uppeldi felst líka í því að kenna barninu okkar að þekkja sig, þekkja þarfir sínar og setja orð á tilfinningar. Það er svo gott að vita hvað lætur mér líða illa og ekki síður, hvað get ég gert til þess að mér líði vel.

Stelpan þín er orðin nógu stór til þess að hægt sé að spjalla við hana um svefn, líðan og tilfinningar. Nú veit ég ekki hvort hún sé treg að fara að sofa eða ekki, en hvort sem er þá er dýrmætt að tengja svefn við allt það sem er jákvætt. Kenna þeim að njóta þess að slaka á og vita að svefn er vinur. Sé daman treg til þess að fara að sofa má hafa í huga mikilvægi þess hvernig við nálgumst háttatímann.

Það er munur á því hvort við gefum fyrirmæli „farðu að sofa, annars verður þú svo erfið á morgun“ eða „langar þig að fara upp í rúm og hlusta á eða skoða bók, svo þú hafir ofurkraft til að gera e-ð skemmtilegt á morgun“? Börnum finnst oft gott að sjá tilgang með því sem þau eiga að gera og skilja hvernig það gagnast þeim. Ekki bara hvað það gagnast okkur langbest að þau sofni snemma, eru svo falleg sofandi þessi yndi.

Börn sem þrífast best í rútínu eiga að fá að halda henni eins og þau þurfa, svo ef þú mögulega getur leyft henni að halda sinni svefnrútínu á meðan þið eruð heima er það frábært. En líklega riðlast rútínan eitthvað í útlöndum og hún þarf að læra að höndla slíkt.

Mikilvægast er að gefa henni verkfæri til þess að takast á við þær aðstæður. Hugsanir okkar hafa mikil áhrif á hvernig okkur líður, ef við undirbúum barnið ekki fyrir breytingar eða rask á annars þægilegri rútínu, getum við búist við erfiðri hegðun því barnið kann ekki endilega að takast á við þessar nýju aðstæður. Öll hugsun og hegðun er í raun eins og vegur í heilanum og því oftar sem heilinn „keyrir“ þann veg því öflugri verður hann. Ef við kennum hegðun ekki markvisst gæti þreytt barn búið til braut sem er hvorki holl né hjálpleg. Það er aldrei hollt að leyfa börnum að komast upp með erfiða hegðun bara vegna þess að þau eru „þreytt“ eða „svöng“, hvorugt afsakar skapofsakast eða fýlu.

Það er alveg dásamlega hjálplegt að nota dagbækur, með texta og myndum til þess að kenna nýja hegðun og ýta undir færni til þess að takast á við nýjar aðstæður. Spjall við börn skilar miklu meiri árangri ef við notum líka myndir eða bara einfaldar teikningar, broskalla t.d.

Alla hegðun þarf að æfa og óvíst að æskileg hegðun verði til á einu kvöldi á Tenerife. Svo um að gera að æfa dömuna líka heima, áður en þið farið út. Svo má gera skemmtilega og einfalda sögu, með myndum! Eins og t.d. „Í kvöld ætlum við að fara á veitingastað, ég má taka liti/bíl/phony hest með mér. Ég ætla að panta mér spagettí og fá ís í eftirmat. Þegar ég er búin að borða má ég hlusta á sögu, fara í ipad eða lita mynd. Ef ég verð þreytt má ég kúra hjá mömmu/pabba. Ég er orðin svo stór að ég veit að stundum verð ég leið ef ég er þreytt, en það er allt í lagi því við erum öll saman í fríi og á morgun get ég hvílt mig. Ég elska að ferðast með fjölskyldunni minni og hlakka til að segja ömmu og afa frá hvað við gerðum.“

Þessar leiðir virka líka vel á okkur fullorðna fólkið, æfðu þig í að keyra hjálplegar heilabrautir og taka eftir því sem gengur vel hjá þér, henni og yndislegu fjölskyldunni ykkar.

mbl.is