Magnús Stefánsson ráðinn bæjarstjóri

Sveitarstjórnarkosningar 2018 | 18. júlí 2018

Magnús Stefánsson ráðinn bæjarstjóri

Á fundi bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs í dag var samþykkt tillaga um að Magnús Stefánsson verði ráðinn bæjarstjóri í Sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs kjörtímabilið 2018-2022. 

Magnús Stefánsson ráðinn bæjarstjóri

Sveitarstjórnarkosningar 2018 | 18. júlí 2018

Magnús Stefánsson bæjarstjóri í hjólatúr með Garðskagavita í baksýn.
Magnús Stefánsson bæjarstjóri í hjólatúr með Garðskagavita í baksýn. mbl.is/Sigurður Bogi

Á fundi bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs í dag var samþykkt tillaga um að Magnús Stefánsson verði ráðinn bæjarstjóri í Sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs kjörtímabilið 2018-2022. 

Á fundi bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs í dag var samþykkt tillaga um að Magnús Stefánsson verði ráðinn bæjarstjóri í Sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs kjörtímabilið 2018-2022. 

Magnús er viðskiptafræðingur MBA að mennt og fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og bæjarstjóri. Magnús var valinn úr hópi 14 umsækjenda um starf bæjarstjóra og naut bæjarstjórn aðstoðar Hagvangs við ráðningarferlið.

Magnús kemur til starfa 15. ágúst og mun Róbert Ragnarsson sinna starfi bæjarstjóra þangað til.

mbl.is