Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

Hvalveiðar | 20. júlí 2018

Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

„Þetta er svo viðkvæmt. Þegar það koma upp svona mál fer alveg svakalega neikvæð umræða af stað um Ísland. Þetta hefur mjög slæm áhrif. Við missum svolítið trúverðugleikann á að við séum að umgangast náttúruna af virðingu,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og framkvæmdastýra Eldingar. 

Afbóka ferðir vegna blendingshvalsins

Hvalveiðar | 20. júlí 2018

Veiðar á langreyðum hófust aftur í sumar eftir tveggja ára …
Veiðar á langreyðum hófust aftur í sumar eftir tveggja ára hlé. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er svo viðkvæmt. Þegar það koma upp svona mál fer al­veg svaka­lega nei­kvæð umræða af stað um Ísland. Þetta hef­ur mjög slæm áhrif. Við miss­um svo­lítið trú­verðug­leik­ann á að við séum að um­gang­ast nátt­úr­una af virðingu,“ seg­ir Rann­veig Grét­ars­dótt­ir, formaður Hvala­skoðun­ar­sam­taka Íslands og fram­kvæmda­stýra Eld­ing­ar. 

„Þetta er svo viðkvæmt. Þegar það koma upp svona mál fer al­veg svaka­lega nei­kvæð umræða af stað um Ísland. Þetta hef­ur mjög slæm áhrif. Við miss­um svo­lítið trú­verðug­leik­ann á að við séum að um­gang­ast nátt­úr­una af virðingu,“ seg­ir Rann­veig Grét­ars­dótt­ir, formaður Hvala­skoðun­ar­sam­taka Íslands og fram­kvæmda­stýra Eld­ing­ar. 

Rann­veig seg­ir veiði Hvals hf. á blend­ings­hvali aðfaranótt 8. júlí síðastliðinn hafa haft gíf­ur­lega nei­kvæð áhrif á ímynd lands­ins er­lend­is í för með sér. Er­lend­ir fjöl­miðlar greindu marg­ir hverj­ir frá því að blend­ings­hval­ur­inn hafi verið steypireyður þó að Haf­rann­sókna­stofn­un hafi síðan staðfest upp­runa hvals­ins í gær í kjöl­far erfðagrein­ing­ar. 

Rannveig Grétarsdóttir stýrir Eldingu og er jafnframt formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands.
Rann­veig Grét­ars­dótt­ir stýr­ir Eld­ingu og er jafn­framt formaður Hvala­skoðun­ar­sam­taka Íslands. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Þegar langreyðaveiðarn­ar byrjuðu aft­ur fund­um við strax fyr­ir mik­illi and­stöðu er­lend­is. Við höf­um aldrei, öll þessu átján ár sem ég hef rekið mitt fyr­ir­tæki, fengið jafn­mik­il viðbrögð og út af þess­ari veiði. Fólk er bara reitt og seg­ir að það eigi ekk­ert að veiða blend­ings­hval frek­ar en steypireyði. Það er ekk­ert leyfi fyr­ir því held­ur.“

Þá seg­ir Rann­veig að mik­ill fjöldi viðskipta­vina Eld­ing­ar hafi hætt við komu sína í kjöl­far veiðar­inn­ar og þeirr­ar um­fjöll­un­ar sem fylgdi. „Þetta veld­ur okk­ur vand­ræðum og fólk er strax farið að senda okk­ur pósta um að það ætli ekki að koma vegna þess að það er svo ósátt við af­stöðu Íslands til þess­ara mála. Þetta mál ýfði umræðuna svo­lítið upp er­lend­is og kveikti á því að þetta væri enn þá í gangi.“

Rann­veig bend­ir einnig á að ákveðinn sam­drátt­ur hafi verið í ferðaþjón­ust­unni það sem af er sum­ars miðað við síðustu ár og að nei­kvæð umræða í fjöl­miðlum geti ýtt und­ir þá þróun.

„Það er sam­drátt­ur í allri ferðaþjón­ustu núna í sum­ar og hef­ur verið síðan eft­ir páska og virðist ekki ætla að taka við sér. Allt svona hjálp­ar ekki til. Við erum ekki glöð með þetta. Ég skil ekki af hverju stjórn­völd vilja hanga á þessu þegar það virðist ekki vera neinn efna­hags­leg­ur ávinn­ing­ur af þessu og þetta veld­ur okk­ur bara vand­ræðum.“

Veiðar Hvals hf. á langreyðum hóf­ust aft­ur í sum­ar eft­ir tveggja ára hlé. Í sam­tali við mbl.is í gær sagði Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals, að um fjöru­tíu hvöl­um hafi verið landað það sem af er sum­ars. Þar af var blend­ing­ur­inn um­deildi núm­er 22 í röðinni. 

Rann­veig seg­ist vona að stjórn­völd komi til með að end­ur­skoða stefnu sína í sam­bandi við hval­veiðar en er ekki of bjart­sýn á að eitt­hvað ger­ist. „Hvala­skoðun­ar­sam­tök­in eru búin að vera að bíða núna í þrjá mánuði eft­ir að fá að vita hvort að við fáum full­trúa í sendi­nefnd Íslands hjá Alþjóðahval­veiðiráðinu. Það er eins og þeir vilji ekki hreyfa við þessu. Það er eins og þeir vilji ekki fá aðra rödd inn í umræðuna held­ur en þær sem vilja hval­veiðar. Þetta er svo rót­gróið.“

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sagði í sam­tali við mbl.is að hann sæi ekki ástæðu til að end­ur­skoða hval­veiðileyfi án þess að fyr­ir því væri vís­inda- eða hag­fræðileg­ur grund­völl­ur. 

„Í maí síðastliðnum óskaði ég eft­ir því við Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands að stofn­un­in myndi meta þjóðhags­leg áhrif hval­veiða og áhrif þeirra á aðrar at­vinnu­grein­ar. Jafn­framt óskaði ég eft­ir því við Haf­rann­sókna­stofn­un að meta fæðuþörf hvala og vægi henn­ar í líf­ríki sjáv­ar hér við land,“ sagði Kristján í sam­tali við mbl.is 

„Á grund­velli meðal ann­ars þess­ara upp­lýs­inga mun ég í haust móta ákvörðun mína um hvort gef­in verði út áfram­hald­andi kvóti til hval­veiða þegar nú­ver­andi kvóta­tíma­bili lík­ur við lok þessa árs. Með þeim hætti verður ákvörðun um áfram­hald hval­veiða tek­in á grund­velli nýrra og traustra upp­lýs­inga.”

Frá af­hend­ingu und­ir­skrift­anna í maí.
Frá af­hend­ingu und­ir­skrift­anna í maí. mbl.is/​Valli

„Ákvarðanir stjórn­valda í þessu máli verða að byggja á ein­hverri rök­legri niður­stöðu og grunn­ur­inn að slíku er vís­inda­leg ráðgjöf og umræða. Það verður að koma í ljós hvernig úr þessu spil­ast. Það eru bæði plús­ar og mínus­ar í þessu máli eins og flestu,“ sagði Kristján. 

mbl.is