Brjóstagjöf eftir brjóstaminnkun

Brjóstagjöf | 27. júlí 2018

Brjóstagjöf eftir brjóstaminnkun

Fjölskyldan er í samstarfi við heilsuvefinn Heilsan okkar sem fjallar um málefni sem tengjast heilsu þjóðarinnar og byggð eru á bestu þekkingu hverju sinni. Eftirfarandi grein um brjóstagjöf eftir brjóstaminnkun birtist fyrst á vefnum. 
___________________________________________________________

Brjóstagjöf eftir brjóstaminnkun

Brjóstagjöf | 27. júlí 2018

Brjóstaminnkunaraðgerðir geta verið nauðsynlegar til þess að draga úr verkjum …
Brjóstaminnkunaraðgerðir geta verið nauðsynlegar til þess að draga úr verkjum í hálsi, herðum og baki sem orsakast af of miklum og þungum brjóstvef. Eftir slíkar aðgerðir halda margir að brjóstagjöf sé nánast ómöguleg en með nýjum aðferðum við brjóstaminnkunaraðgerðir er það alls ekki raunin. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Fjölskyldan er í samstarfi við heilsuvefinn Heilsan okkar sem fjallar um málefni sem tengjast heilsu þjóðarinnar og byggð eru á bestu þekkingu hverju sinni. Eftirfarandi grein um brjóstagjöf eftir brjóstaminnkun birtist fyrst á vefnum. 
___________________________________________________________

Fjölskyldan er í samstarfi við heilsuvefinn Heilsan okkar sem fjallar um málefni sem tengjast heilsu þjóðarinnar og byggð eru á bestu þekkingu hverju sinni. Eftirfarandi grein um brjóstagjöf eftir brjóstaminnkun birtist fyrst á vefnum. 
___________________________________________________________

Á meðgöngu sjá flestar konur fyrir sér að þær muni gefa brjóst að fæðingu lokinni. Konur sem hafa farið í brjóstaminnkunaraðgerð hafa þó hugsanlega áhyggjur af því hvernig brjóstagjöfin muni ganga.

Brjóstaminnkunaraðgerðir geta verið nauðsynlegar til þess að draga úr verkjum í hálsi, herðum og baki sem orsakast af of miklum og þungum brjóstvef.

Eftir slíkar aðgerðir halda margir að brjóstagjöf sé nánast ómöguleg en með nýjum aðferðum við brjóstaminnkunaraðgerðir er það alls ekki raunin.

Áður fyrr í slíkum aðgerðum var geirvartan losuð frá brjóstinu með þeim afleiðingum að tenging við taugar, æðar og mjólkurganga rofnaði en nú er þess gætt að halda þessum tengslum eins og hægt er. Mun betri líkur er því á árangursríkri brjóstagjöf en áður.

Hvaða þættir skipta máli fyrir brjóstagjöf eftir aðgerð?

Flestar konur sem hafa farið í brjóstaminnkunaraðgerð geta framleitt mjólk að einhverju leyti en það er mismunandi hve mikið. Magn mjólkur ræðst af:

- Hve mikill skaði hefur orðið á mjólkurgöngum og taugum í aðgerðinni
- Virkni mjólkurkirtlanna fyrir aðgerð
- Tíma síðan aðgerðin var gerð
- Hvort móðirin hefur eignast fleiri börn síðan hún fór í aðgerðina og hvernig gekk að mjólka þá
- Nýir mjólkurgangar geta myndast við þá örvun sem felst í meðgöngu, fæðingu og við    brjóstagjöf auk þess sem örvun felst í hverjum tíðarhring og því á konan meiri líkur á að mjólka vel því lengri tími sem líður frá aðgerð og því fleiri börn sem hún á eftir aðgerðina.

Rannsóknir sýna að brjóstagjöf eftir brjóstaminnkun þar sem leitast hefur verið við að halda tengslum tauga, æða og mjólkurganga gengur yfirleitt vel þó að oft þurfi að hafa meira fyrir því að koma framleiðslu í fullan gang. Ljósmæður og brjóstagjafaráðgjafar geta gefið góð ráð eins og t.d. að notast við brjóstapumpu/mjaltavél eftir að barnið drekkur af brjóstinu í þeim tilgangi að hámarka framleiðsluna. Afrakstur mjaltanna má svo gefa barninu meðfram brjóstinu með svokölluðu hjálparbrjósti* í lok næstu gjafar.

Ljósmóðir í heimaþjónustu eða í sængurlegu á stofnun fylgist með þyngd barnsins og veitir ráðleggingar þyngist barnið ekki nægjanlega. Þá þarf í sumum tilfellum að gefa barni þurrmjólkurábót meðfram brjóstagjöf.

Öll brjóstagjöf hefur ávinning, jafnvel þó að gefin sé þurrmjólkurábót með og er því engin ástæða til að hætta brjóstagjöf af þeim sökum. Þurrmjólkurábót má gefa á sama hátt og brjóstamjólkina, með hjálparbrjósti í lok gjafar.

Rannsóknir sýna að helsta ástæða þess að kona sem hefur farið í brjóstaminnkunaraðgerð reynir ekki brjóstagjöf eða hættir við hana kemur til vegna byrjunarörðugleika eða skorts á stuðningi frá fólki í hennar nánasta umhverfi en ekki vegna fylgikvilla aðgerðarinnar sjálfrar. Mikilvægt er að muna að margar konur upplifa byrjunarörðugleika við brjóstagjöf og þá er góður stuðningur mjög mikilvægur. Enn virðist eima af þeirri gömlu hugmynd að konur sem hafi farið í brjóstaminnkun geti ekki haft barn á brjósti en þær konur sem vilja hafa barnið sitt á brjósti eiga rétt á stuðningi til þess, bæði frá ljósmóður í heimaþjónustu og brjóstagjafaráðgjafa.

Í þessu samhengi má hafa í huga að konur hafa frjálsan rétt til að velja sér ljósmóður í heimaþjónustu eftir fæðingu en eiga auk þess rétt á tveimur heimsóknum brjóstagjafaráðgjafa, hafi þær þörf fyrir það.

Helsta leiðin til að auka líkur á árangursríkri brjóstagjöf er næg örvun og þar með losun mjólkur. Í því felst að leggja barn oft á brjóst (að minnsta kost á þriggja tíma fresti) og í sumum tilfellum að notast við pumpu þess á milli. Einnig er gott að nýta sér þekkingu ljósmæðra og fá ráð um réttar stellinar og handtök og nýta rétt sinn til að hitta brjóstagjafaráðgjafa þegar þess gerist þörf.

*Hjálparbrjóst er það kallað þegar grönn slanga (sonda/feeding tube) er leidd úr pela/íláti með mjólk í og upp að brjóstinu og smokrað inn í munn barnsins meðfram geirvörtu móðurinnar. Þannig sýgur barnið brjóstið og fær aukalega næringu „af brjóstinu”.

Greinin á Heilsan okkar vefnum

mbl.is