Kristján er nýr sveitarstjóri

Sveitarstjórnarkosningar 2018 | 27. júlí 2018

Kristján er nýr sveitarstjóri

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti í gær að ráða Kristján Sturluson, sérfræðing í dómsmálaráðuneytinu, sem næsta sveitarstjóra. Alls sóttu þrettán um starfið.

Kristján er nýr sveitarstjóri

Sveitarstjórnarkosningar 2018 | 27. júlí 2018

Kristján Sturluson.
Kristján Sturluson.

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti í gær að ráða Kristján Sturluson, sérfræðing í dómsmálaráðuneytinu, sem næsta sveitarstjóra. Alls sóttu þrettán um starfið.

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti í gær að ráða Kristján Sturluson, sérfræðing í dómsmálaráðuneytinu, sem næsta sveitarstjóra. Alls sóttu þrettán um starfið.

Kristján, sem er Dalamaður að uppruna, hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum á ýmsum stöðum. Hann var sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar frá 2013 til 2016, gegndi starfi framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi um átta ára skeið og þar áður var hann framkvæmdastjóri mannauðs- og umhverfismála Norðuráls á Grundartanga. Hann hefur einnig sinnt kennslu, en hann er félagsráðgjafi og sálfræðingur að mennt og hefur einnig lokið MBA-prófi frá Háskóla Íslands.

Kristján kemur til starfa hjá Dalabyggð 1. september næstkomandi.

Í dag búa 667 manns í Dalabyggð, sem afmarkast af Bröttubrekku, miðri Skógarströnd, Laxárdalsheiði og Gilsfirði. Þéttbýli er í Búðardal og ferðaþjónusta og landbúnaður undirstöðugreinar á svæðinu.

mbl.is