Force India í greiðslustöðvun

Formúla-1/Force India | 28. júlí 2018

Force India í greiðslustöðvun

Skiptastjóri var skipaður til að fara með málefni formúluliðsins Force India sem fengið hefur greiðslustöðvun vegna mikilla fjárhagsörðugleik.

Force India í greiðslustöðvun

Formúla-1/Force India | 28. júlí 2018

Skiptastjóri var skipaður til að fara með málefni formúluliðsins Force India sem fengið hefur greiðslustöðvun vegna mikilla fjárhagsörðugleik.

Skiptastjóri var skipaður til að fara með málefni formúluliðsins Force India sem fengið hefur greiðslustöðvun vegna mikilla fjárhagsörðugleik.

Þessi ákvörðun dómstóls í London hefur í för með sér að liðið getur haldið áfram starfsemi meðan verið er að semja um hugsanlegan kaupanda að því.

Ökumaðurinn Sergio Perez stendur á bak við greiðsluþrotsbeiðnina en hann á inni hjá liðinu ógreidd laun upp á fleiri milljónir dollara. Segir hann fjárhagsstöðu liðsins „krítíska“ og hafi það til að mynda ekki efni á að reyna þróa og bæta keppnisbílinn.  

Force India skuldar einnig fjölda birgja fé, svo sem Mercedes fyrir vélar og gírkassa. Mun þýska liðið hafa staðið með Perez í að knýja greiðslustöðvunina fram. 

Undanfarna mánuði hefur Force India þreifað fyrir sér um sölu á liðinu. Hafa ýmsir fjárfestar verið nefndir í því sambandi, þar á meðal kanadíski  auðkýfingurinn Lawrence Stroll, faðir ökumannsins Lance Stroll hjá Williams. Framkvæmdastjóri liðsins, Otmar Szafnauer, segir að tíðinda af sölutilraunum megi vænta bráðlega.

mbl.is