Lewis Hamilton ætti ekki að undrast þótt á hann sé stöku sinnum baulað. Þeirrar skoðunar er hinn kjaftfori fyrrverandi formúlumeistari Jacques Villeneuve, en tilefnið er að á Hamiltonm var baulað er ökumenn fóru heiðurshring um brautina að morgni keppnisdags.
Lewis Hamilton ætti ekki að undrast þótt á hann sé stöku sinnum baulað. Þeirrar skoðunar er hinn kjaftfori fyrrverandi formúlumeistari Jacques Villeneuve, en tilefnið er að á Hamiltonm var baulað er ökumenn fóru heiðurshring um brautina að morgni keppnisdags.
Lewis Hamilton ætti ekki að undrast þótt á hann sé stöku sinnum baulað. Þeirrar skoðunar er hinn kjaftfori fyrrverandi formúlumeistari Jacques Villeneuve, en tilefnið er að á Hamiltonm var baulað er ökumenn fóru heiðurshring um brautina að morgni keppnisdags.
Villeneuve varð heimsmeistari ökumanna í formúlu-1 árið 1997 með Williamsliðinu en hefur undanfarin ár verið formúluskýrandi í útsendingum franskra og ítalskra sjónvarpsstöðva.
„Lewis ætti ekki að láta sem þetta sé eitthvað óvænt. Hann ruglar saman formúlu-1 og Hollywood. Öll hans hegðun, allt sem hann gerir er sviðsett,“ segir Villeneuve við þýska tímaritið Auto Bild.
Og hann heldur áfram: „Hann dregur upp þá ímynd af sér í samfélagsmiðlum sem hann væri Jesús. Hvernig hann kraup á kné og bugtaði sig við bíl sinn í framhaldi af bilun í tímatökunni var eins og af þjáningu Krists. Og það sem hann sagði í kjölfarið var sjálf fjallræðan. Dramatískt látæði hans á verðlaunapallinum átti svo að sýna hver sendi rigninguna“.