Puigdemont snýr aftur til Belgíu

Sjálfstæð Katalónía? | 28. júlí 2018

Puigdemont snýr aftur til Belgíu

Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs, sneri aftur til Belgíu í dag eftir að hafa verið í haldi í Þýskalandi síðustu fjóra mánuðina. Puigdemont hét því að „verja réttmætan málstað katalónsku þjóðarinnar“ við endurkomuna.

Puigdemont snýr aftur til Belgíu

Sjálfstæð Katalónía? | 28. júlí 2018

Carles Puigdemont og Quim Torra, núverandi forseti Katalóníu, í Brussel …
Carles Puigdemont og Quim Torra, núverandi forseti Katalóníu, í Brussel í dag. AFP

Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs, sneri aftur til Belgíu í dag eftir að hafa verið í haldi í Þýskalandi síðustu fjóra mánuðina. Puigdemont hét því að „verja réttmætan málstað katalónsku þjóðarinnar“ við endurkomuna.

Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs, sneri aftur til Belgíu í dag eftir að hafa verið í haldi í Þýskalandi síðustu fjóra mánuðina. Puigdemont hét því að „verja réttmætan málstað katalónsku þjóðarinnar“ við endurkomuna.

Puigdemont var fær um að ferðast frá Þýskalandi eftir að Hæstiréttur Spánar féll frá framsals­beiðni sem gef­in var út gegn honum.

„Þetta eru ekki endalokin. Ég mun ferðast um heimsálfuna endilanga til að verja réttmætan málstað katalónsku þjóðarinnar,“ sagði hann á blaðamannafundi í húsakynnum katalónsku sendinefndarinnar í Brussel í dag.

Með honum á blaðamannafundinum var eftirmaður hans, Quim Torra, sem telur Puigdemont þó enn vera „lögmætan forseta“ Katalóníu.

Puigdemont var síðan fagnað af um 300 stuðningsmönnum hans áður en hann lagði af stað til Waterloo suður af Brussel.

Forsetinn fyrrverandi hyggst nú koma á fót „lýðræðisráði“ í híbýlum sínum í Waterloo, þaðan sem hann mun halda sjálfstæðisbaráttu Katalóníu áfram.

mbl.is