75 dæmdir til dauða í Egyptalandi

Egyptaland | 29. júlí 2018

75 dæmdir til dauða í Egyptalandi

Egypskur dómstóll hefur dæmt 75 manns til dauða fyrir þátt þeirra í blóðugum mótmælum sem brutust út í kjölfar þess að egypski herinn steypti þáverandi forseta landsins, Mohammed Morsi, af stóli árið 2013.

75 dæmdir til dauða í Egyptalandi

Egyptaland | 29. júlí 2018

Liðsmenn Múslimska bræðralagsins í dómsal við réttarhöldin. Leiðtogar þeirra eru …
Liðsmenn Múslimska bræðralagsins í dómsal við réttarhöldin. Leiðtogar þeirra eru meðal þeirra sem dæmdir hafa verið til dauða. AFP

Egypskur dómstóll hefur dæmt 75 manns til dauða fyrir þátt þeirra í blóðugum mótmælum sem brutust út í kjölfar þess að egypski herinn steypti þáverandi forseta landsins, Mohammed Morsi, af stóli árið 2013.

Egypskur dómstóll hefur dæmt 75 manns til dauða fyrir þátt þeirra í blóðugum mótmælum sem brutust út í kjölfar þess að egypski herinn steypti þáverandi forseta landsins, Mohammed Morsi, af stóli árið 2013.

Mennirnir 75 eru meðal rúmlega 700 manns sem dæmd voru sl. föstudag í einum og sömu réttarhöldunum, til mislangrar refsingar þó. Meðal hinna dauðadæmdu eru leiðtogar Múslimska bræðralagsins að því er BBC greinir frá.

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sagt réttarhöldin vera „verulega ósanngjörn“ og að þau brjóti gegn stjórnarskrá Egyptalands.

Málum þeirra sem dæmdir voru til dauða verður nú vísað til stórmúftans, æðsta trúarleiðtoga landsins, sem verður að vera með í ráðum í hvert skipti sem dauðadómur eru veittur. Þó að álit hans sé eingöngu ráðgefandi, er sjaldan vikið frá því.

Mótmælin sem urðu í ágúst 2013 áttu sér stað mánuði eftir að Morsi var steypt af stóli og kostuðu hundruð mótmælenda og tugi öryggislögreglumanna lífið.

Mánuði eftir átökin var farið í aðgerðir gegn stuðningsmönnum forsetans og gegn Múslímska bræðralaginu, sem Moshi tilheyrði, og sem egypsk stjórnvöld lýstu síðar yfir að væru „hryðjuverkasamtök“.

mbl.is