Hlustaði ekki á stjórnborðið

Formúla-1/Renault | 29. júlí 2018

Hlustaði ekki á stjórnborðið

Carlos Sainz skeytti engu um fyrirmæli af stjórnborði Renault í tímatökunum í Búdapest til að klára hraðan hring sem færði honum fimmta sætið á rásmarki ungverska kappakstursins.

Hlustaði ekki á stjórnborðið

Formúla-1/Renault | 29. júlí 2018

Carlos Sainz skeytti engu um fyrirmæli af stjórnborði Renault í tímatökunum í Búdapest til að klára hraðan hring sem færði honum fimmta sætið á rásmarki ungverska kappakstursins.

Carlos Sainz skeytti engu um fyrirmæli af stjórnborði Renault í tímatökunum í Búdapest til að klára hraðan hring sem færði honum fimmta sætið á rásmarki ungverska kappakstursins.

Náði hann með því sínum besta tímatökuárangri með Renault og jafnaði ssína bestu frammistöðu í tímatöku í formúlu-1.

Hann hefur skýrt frá því að stjórnborð liðsins hafi sagt honum að koma inn til dekkjaskipta á fimmta hring í lokalotu tímatökunnar. Hann hafi kosið að halda áfram og var tíminn sem hann náði um tíma sá þriðji besti.

Sainz hélt enn áfram en bætti sig ekki og nú hafði hann ekki lengur tíma til að fara inn að bílskúr og fá ný regndekk undir bílinn. Komust tveir ökumenn fram úr honum á mínútunum sem eftir lifðu, Valtteri Bottas á Mercedes og Sebastian Vettel á Ferrari.

„Hver veit hvað gerst gat á nýjum dekkjum á ört þornandi braut,“ spurði Sainz sig eftir tímatökuna. Enn er óvíst hvar Sainz keppir á næsta ári en hann er sem stendur lánsmaður frá Red Bull hjá Renault.

mbl.is