Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur sem haldinn var í borgarráði í gær hafi ekki borið þann árangur sem vonir stóðu til.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur sem haldinn var í borgarráði í gær hafi ekki borið þann árangur sem vonir stóðu til.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur sem haldinn var í borgarráði í gær hafi ekki borið þann árangur sem vonir stóðu til.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá borgarfulltrúunum, sem segja ummæli formanns velferðarráðs Reykjavíkur, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, í morgunþætti Rásar 2 ekki hafa gefið góð fyrirheit fyrir fundinn.
Þar hafi Heiða Björg lýst yfir skilningsleysi á málefnum heimilislausra og talið fundinn ólíklegan til að skila neinu. „Hins vegar var það áhugavert að meirihlutinn í borgarstjórn fékkst líklega í fyrsta skipti til að viðurkenna að það er brýnn húsnæðisvandi í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.