Tyrkneska líran hefur hrunið um næstum 20% gagnvart Bandaríkjadal það sem af er degi, á meðan ljóst þykir að samband Tyrklands og Bandaríkjanna fer hratt stirðnandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir landið þó munu bera sigur úr býtum í því sem hann kýs að kalla efnahagsstríð.
Tyrkneska líran hefur hrunið um næstum 20% gagnvart Bandaríkjadal það sem af er degi, á meðan ljóst þykir að samband Tyrklands og Bandaríkjanna fer hratt stirðnandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir landið þó munu bera sigur úr býtum í því sem hann kýs að kalla efnahagsstríð.
Tyrkneska líran hefur hrunið um næstum 20% gagnvart Bandaríkjadal það sem af er degi, á meðan ljóst þykir að samband Tyrklands og Bandaríkjanna fer hratt stirðnandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir landið þó munu bera sigur úr býtum í því sem hann kýs að kalla efnahagsstríð.
Donald Trump Bandaríkjaforseti setti lóð sín á vogarskálarnar fyrr í dag, þegar hann sagðist hafa samþykkt tvöfalt hærri tolla á innflutning stáls og áls frá Tyrklandi.
„Samband okkar við Tyrkland er ekki gott núna!“ bætti hann við, svo það færi ekki á milli mála.
Hrun lírunnar í dag felur í sér einar þær alvarlegustu efnahagsþrengingar sem Erdogan hefur þurft að horfast í augu við, frá því hann tók við valdataumum landsins árið 2003. Var landið þá nýrisið upp úr kreppu sem skall á árið 2001 og allt að því kaffærði efnahag landsins.
Á mörkuðum ríkja miklar áhyggjur af þeirri efnahagsstefnu sem tekin hefur verið í landinu undir stjórn Erdogans. Verðbólga mælist næstum 16% en seðlabanki landsins hefur verið tregur til að hækka stýrivexti.