Á fjölmiðladagskrá ríkisstjórnarinnar í gær var í fyrsta sinn meðal mála tillaga til forseta Íslands um að veita skilorðsbundna náðun. Birtist dagskrárliðurinn undir málum Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Verður fyrirkomulagið með þessum hætti framvegis.
Á fjölmiðladagskrá ríkisstjórnarinnar í gær var í fyrsta sinn meðal mála tillaga til forseta Íslands um að veita skilorðsbundna náðun. Birtist dagskrárliðurinn undir málum Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Verður fyrirkomulagið með þessum hætti framvegis.
Á fjölmiðladagskrá ríkisstjórnarinnar í gær var í fyrsta sinn meðal mála tillaga til forseta Íslands um að veita skilorðsbundna náðun. Birtist dagskrárliðurinn undir málum Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Verður fyrirkomulagið með þessum hætti framvegis.
„Þessi mál hafa aldrei áður komið á fjölmiðladagskrá. Framkvæmdin hefur verið þannig að forsætisráðherra hefur kynnt þessi mál undir liðnum önnur mál. Það er aldrei umræða um þessi mál, heldur er nafn einstaklingsins aðeins kynnt og að þetta sé lagt til að skoðuðu máli og rökstuddu áliti náðunarnefndar,“ segir Sigríður í Morgunblaðinu í dag.
„Það sem við gerðum núna í fyrsta sinn var að ég bar upp þetta mál og ég hef óskað eftir því að það komi fram á dagskránni að þessi mál hafi verið rædd í ríkisstjórn,“ segir Sigríður.