Það er krefjandi verkefni að verða foreldri. Sérstaklega í fyrsta sinn því þó að hvert barn sé einstakt og hver meðganga og fæðing sérstök breytist veröldin aldrei eins mikið og þegar manneskjur verða foreldri í fyrsta sinn. Það er stórkostlegt en um leið mjög yfirþyrmandi tilfinning að bera allt í einu svona mikla ábyrgð á öðrum einstaklingi.
Það er krefjandi verkefni að verða foreldri. Sérstaklega í fyrsta sinn því þó að hvert barn sé einstakt og hver meðganga og fæðing sérstök breytist veröldin aldrei eins mikið og þegar manneskjur verða foreldri í fyrsta sinn. Það er stórkostlegt en um leið mjög yfirþyrmandi tilfinning að bera allt í einu svona mikla ábyrgð á öðrum einstaklingi.
Það er krefjandi verkefni að verða foreldri. Sérstaklega í fyrsta sinn því þó að hvert barn sé einstakt og hver meðganga og fæðing sérstök breytist veröldin aldrei eins mikið og þegar manneskjur verða foreldri í fyrsta sinn. Það er stórkostlegt en um leið mjög yfirþyrmandi tilfinning að bera allt í einu svona mikla ábyrgð á öðrum einstaklingi.
Gunnur Björnsdóttir er 25 ára bloggari á Mæður.com lífstílsbloggvefnum. Hún birti nýlega færslu um þessa tilfinningu að verða foreldri í fyrsta sinn og hvaða þætti foreldrar sem eignast barn í fyrsta sinn ættu að hafa í huga fyrsta árið:
„Fyrsta árið snýst eiginlega alveg um þetta litla kríli sem var að mæta í heiminn og því mjög mikilvægt fyrir ykkur að muna eftir hvort öðru. Maður á það til að gleyma maka sínum svolítið og það er ekkert skrítið, það var að bætast ný manneskja inn i hópinn og öll athyglin fer á hana.
Villimey hefur verið svolítið erfið fyrsta árið sitt og lítill tími fyrir okkur en þegar við erum komin upp í rúm þá nýtum við tímann í að kúra og tala saman.
Það er allt í lagi ef þú kannt ekkert á þetta litla nýja líf, þetta er alveg glæný manneskja sem var að bætast í hópinn, taktu þinn tíma í að kynnast og læra á þessa litlu manneskju.
Og þú, kæra móðir, ekki gleyma því að þú ert þín eigin persóna, þetta hlutverk er krefjandi og erfitt og engin skömm í því að biðja um smá frí til að rækta sjálfa þig. Þú skiptir svo miklu máli og svo mikilvægt að þér líði vel andlega.
Pabbar geta líka fengið fæðingarþunglyndi og það er engin skömm í því. Mamman hefur verið að undirbúa sig í 9 mánuði og er því aðeins meira undirbúin heldur en pabbinn og ég skil ósköp vel að pabbarnir fái hálfgert sjokk þegar barnið mætir í heiminn. Bara muna það kæru foreldrar að það er allt í lagi að biðja um hjálp! Og sérstaklega ef öðru hvoru ykkar líður illa, þetta er svakaleg breyting, sérstaklega fyrir foreldra í fyrsta skipti.“
Ef það eru önnur systkini á heimilinu þá verður að passa að þau „gleymist“ ekki. Gott að hafa reglulega daga sem stóra systkinið fær að hafa mömmu sína eða pabba alveg eitt, einnig leyfa þeim að taka þátt með ungabarnið, þeim finnst það flestum svo gaman.
Og síðast en ekki síst, ekki gleyma að njóta tímans sem þið hafið. Þangað til næst ♡“
Hér er tengill á færslu Gunnar á Mæður.com lífstílsbloggvefnum.