Finnur Yngvi ráðinn í Eyjafjarðarsveit

Sveitarstjórnarkosningar 2018 | 16. ágúst 2018

Finnur Yngvi ráðinn í Eyjafjarðarsveit

Finnur Yngvi Kristinsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, en ráðningin var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í dag. Finnur Yngvi tekur við starfinu af Ólafi Rúnari Ólafssyni sem þegar hefur látið af störfum að eigin ósk.

Finnur Yngvi ráðinn í Eyjafjarðarsveit

Sveitarstjórnarkosningar 2018 | 16. ágúst 2018

Finnur Yngvi Kristinsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit.
Finnur Yngvi Kristinsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit. mbl.is/Sigurður Bogi

Finnur Yngvi Kristinsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, en ráðningin var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í dag. Finnur Yngvi tekur við starfinu af Ólafi Rúnari Ólafssyni sem þegar hefur látið af störfum að eigin ósk.

Finnur Yngvi Kristinsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, en ráðningin var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í dag. Finnur Yngvi tekur við starfinu af Ólafi Rúnari Ólafssyni sem þegar hefur látið af störfum að eigin ósk.

Greint er frá ráðningunni á vef Eyjafjarðarsveitar, en alls sóttu 22 um sveitarstjórastöðuna. Finnur Yngvi kemur til starfa í Eyjafjarðarsveit í byrjun september.

Á vef sveitarfélagsins kemur fram að Finnur Yngvi, sem er 39 ára gamall, hafi lokið BS-námi í viðskiptafræði og MBA-námi í Bandaríkjunum. Finnur Yngvi er einnig rafvirkjameistari og menntaður raf- og rekstrariðnfræðingur frá Tækniháskóla Íslands.

Síðan hefur hann verið búsettur á Siglufirði þar sem hann hefur ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Maríu Róbertsdóttur, leitt rekstur og uppbyggingu Rauðku ehf., sem á meðal annars og rekur Sigló Hótel og veitingastaðina Hannes Boy og Kaffi Rauðku.

„Eftir rúm níu ár í þessari viðamiklu uppbyggingu á Siglufirði var kominn tími á breytingar hjá okkur hjónum og þegar ég sá þetta spennandi tækifæri opnast í Eyjafjarðarsveit ákvað ég að láta slag standa,“ er haft eftir Finni Yngva á vef sveitarfélagsins.

„Ég þrífst vel í fjölbreyttum verkefnum og nýt þess að stuðla að framförum þess samfélags sem ég bý í og el börn mín upp í. Ég tel starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar afar spennandi starf, bæði fjölbreytt og krefjandi. Það eru mörg spennandi verkefni í farvatninu hjá Eyjafjarðarsveit og er mér heiður að því að taka þátt í því starfi á komandi árum,“ segir Finnur.

Hann segir á vef sveitarfélagsins að það hafi ekki tekið þau hjónin langan tíma að ákveða hvort þau væru til í að búa í Eyjafjarðarsveit, en þau eiga þrjú börn.

„Hér hefur metnaðarfullt starf verið unnið fyrir ungu kynslóðina og er grunnskólinn sérstaklega öflugur og framsækinn. Umhverfið er líka bæði aðlaðandi og fjölskylduvænt og hlökkum við því til að koma á svæðið,“ segir Finnur Yngvi.

mbl.is