„Umtalsverðir annmarkar“ á kosningunum

Sveitarstjórnarkosningar 2018 | 17. ágúst 2018

„Umtalsverðir annmarkar“ á kosningunum

Dómsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfum þeirra Elíasar Svavars Kristinssonar og Ólafs Valssonar um að ráðuneytið felli úr gildi úrskurð kjörnefndar sýslumannsins á Vestfjörðum vegna sveitarstjórnarkosninganna í Árneshreppi og úrskurði sömuleiðis kosningarnar ógildar.

„Umtalsverðir annmarkar“ á kosningunum

Sveitarstjórnarkosningar 2018 | 17. ágúst 2018

Umtalsverðir annmarkar voru á framkvæmd sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi, samkvæmt úrskurði …
Umtalsverðir annmarkar voru á framkvæmd sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi, samkvæmt úrskurði dómsmálaráðuneytisins. mbl.is/Golli

Dómsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfum þeirra Elíasar Svavars Kristinssonar og Ólafs Valssonar um að ráðuneytið felli úr gildi úrskurð kjörnefndar sýslumannsins á Vestfjörðum vegna sveitarstjórnarkosninganna í Árneshreppi og úrskurði sömuleiðis kosningarnar ógildar.

Dómsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfum þeirra Elíasar Svavars Kristinssonar og Ólafs Valssonar um að ráðuneytið felli úr gildi úrskurð kjörnefndar sýslumannsins á Vestfjörðum vegna sveitarstjórnarkosninganna í Árneshreppi og úrskurði sömuleiðis kosningarnar ógildar.

Í úrskurði ráðuneytisins  segir að „umtalsverðir annmarkar“ hafi verið á framkvæmd kosninganna í sveitarfélaginu, en þeir þó ekki taldir tilefni til þess að ógilda kosningarnar.

Áður hafði kjörnefnd sýslumanns hafnað kröfum kærenda, sem aðallega lutu að gildi kjörskrár í hreppnum. Þeim úrskurði vísuðu mennirnir svo til dómsmálaráðuneytisins í júní og það kvað upp úrskurð sinn 1. ágúst.

RÚV greindi fyrst frá efni úrskurðarins í dag.

Ráðuneytið telur að veigamestu annmarkarnir á framkvæmd kosninganna í Árneshreppi hafi varðað auglýsingu sveitarstjórnarfunda, framlagningu kjörskrár, tilkynningar um breytingar á kjörskrár, skráningu eins einstaklings á kjörskrá sem óljóst er hvort þar átti að vera, auk þess sem ekki var fjallað af sveitarstjórn um þær athugasemdir sem bárust við kjörskrá á kjördag.

46 voru á kjörskrá, en sautján voru felldir af kjörskránni skömmu fyrir kosningar í kjölfar athugana Þjóðskrár Íslands á lögheimilisflutningum þeirra í sveitarfélagið fyrir kosningar. Sveitarstjórnarkosningarnar í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins voru í kastljósi fjölmiðla í maí, eftir að hópur fólks flutti lögheimili sín í sveitarfélagið af ýmsum ástæðum, að eigin sögn.

Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að þeir 17 einstaklingar sem voru felldir af kjörskrá samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar, sem grundvallaðist á ákvörðunum Þjóðskrár Íslands, hafi verið felldir af kjörskrá á lögmætan hátt.

Ráðuneytið segir það mestu máli skipta hvort annmarkar á undirbúningi og framkvæmd kosninganna hafi leitt til þess að einhverjum sem réttilega átti kosningarétt í Árneshreppi hafi verið meinað að neyta hans. Svo er ekki, að mati ráðuneytisins, og því má ekki ætla að annmarkar á framkvæmd kosninganna hafi haft áhrif á úrslit þeirra.

mbl.is