Alls eru 138 sjúkrarúm fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuefnasjúkdóminn. Rúmin eru jafnmörg og þau voru fyrir 42 árum en landsmenn á aldrinum 15-64 ára eru 100 þúsund fleiri í dag en árið 1976. Þá voru rúmin 138 talsins á Landspítalanum en nú eru þau 120 á sjúkrahúsinu Vogi, sem SÁÁ rekur, en 18 á LSH. Fjöldinn er hins vegar sá sami nú 42 árum síðar.
Alls eru 138 sjúkrarúm fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuefnasjúkdóminn. Rúmin eru jafnmörg og þau voru fyrir 42 árum en landsmenn á aldrinum 15-64 ára eru 100 þúsund fleiri í dag en árið 1976. Þá voru rúmin 138 talsins á Landspítalanum en nú eru þau 120 á sjúkrahúsinu Vogi, sem SÁÁ rekur, en 18 á LSH. Fjöldinn er hins vegar sá sami nú 42 árum síðar.
Alls eru 138 sjúkrarúm fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuefnasjúkdóminn. Rúmin eru jafnmörg og þau voru fyrir 42 árum en landsmenn á aldrinum 15-64 ára eru 100 þúsund fleiri í dag en árið 1976. Þá voru rúmin 138 talsins á Landspítalanum en nú eru þau 120 á sjúkrahúsinu Vogi, sem SÁÁ rekur, en 18 á LSH. Fjöldinn er hins vegar sá sami nú 42 árum síðar.
Um miðjan júní voru komin 29 dauðsföll til rannsóknar sem talið er að rekja megi til ofskömmtunar lyfja. Stór hluti þeirra eru ungmenni.
Eins og Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á Landspítalanum, benti á í viðtali við mbl.is deyja fleiri úr ofskömmtun lyfja á Íslandi en bílslysum.
Rúmlega 20 þúsund einstaklingar á lífi eru í sjúkraskrá SÁÁ. Af þeim deyja að meðaltali tveir í hverri viku ótímabært, það er að segja eru á aldrinum 15-65 ára. Um 100 á hverju ári.
Eins og kom fram í upplýsingum sem SÁÁ lagði fyrir velferðarráð Reykjavíkur á fundi ráðsins varðandi úrræði fyrir heimilislausa sem haldinn var 10. ágúst sést að sjúkrarúmin hafa flest verið 265 talsins en það var árið 1984. Þá voru landsmenn á aldrinum 15-64 ára 151.142 talsins. Árið 1976, þegar sjúkrarúmin voru 138, var mannfjöldinn 135.611 en árið 2018, þegar sjúkrarúmin voru einnig 138 talsins, voru landsmenn á þessum aldri 232.060 talsins.
Frá árinu 1984 hefur geðdeild Landspítalans fækkað meðferðarrúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga jafnt og þétt, samkvæmt minnisblaði SÁÁ.
Rekstri Víðiness var breytt og það hætti hlutverki sínu sem áfengismeðferðarstofnun um og eftir 1985. Vífilsstaðir lokuðu 1995 og starfsemin þar var flutt á Teig við Flókagötu og við það fækkaði rúmum úr 24 í 12. Teig er svo lokað 2000 og Gunnarsholti 2003.
Á sama tíma hefur fjöldi plássa hjá SÁÁ verið óbreyttur frá 1984, þrátt fyrir stórfelldan niðurskurð ríkisins eftir hrun en þá hætti heilbrigðisráðuneytið að greiða húsnæðis- og fæðiskostnað í inniliggjandi eftirmeðferð hjá SÁÁ.
Rekstrarforminu var breytt í dagdeild og húsnæðis- og fæðiskostnaði var því velt yfir á sjúklinga. Samtímis varð niðurskurður á þjónustusamningi um sjúkrahúsið Vog, en ríkið fjármagnar í dag einungis 1.530 innlagnir á sjúkrahúsið af um 2.200 innlögnum hvert ár.
Ríkið fjármagnar því rekstur sjúkrahússins Vogs einungis í 255 daga á ári. Það merkir að meðferð á sjúkrahúsinu Vogi í október, nóvember og desember er í boði SÁÁ.
SÁÁ hefur veitt sérstaka viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn frá 1999. Í 15 ár var sú þjónusta nánast einvörðungu fjármögnuð með sjálfsaflafé SÁÁ. Gerður var þjónustusamningur um viðhaldsmeðferð við ríkið árið 2015 en þá var engu að síður sett þak á fjölda sjúklinga.
SÁÁ þjónustar í dag mun fleiri sjúklinga en gert er ráð fyrir í þessum takmarkaða þjónustusamningi. Viðhaldsmeðferð er mikilvæg meðferð bæði til skaðaminnkunar og bata, segir í minnisblaðinu.
Frá 1995 hefur SÁÁ skimað fyrir veirusmiti hjá öllum sjúklingum á Vogi með sögu um sprautunotkun og haldið nákvæma skráningu. Sýni eru send á veirurannsóknarstofu LSH og hefur SÁÁ greitt Landspítalanum yfir 100 milljónir fyrir þjónustuna í gegnum tíðina.
Um 900 einstaklingar voru í sjúklingabókhaldi SÁÁ skráðir smitaðir af lifrarbólgu C í ársbyrjun 2016, þegar lifrarbólguverkefnið svokallaða hófst. Hlutverk SÁÁ í að skima, greina og meðhöndla lifrarbólgu C er gríðarlega mikilvægt og kemur mest við þá sem eru veikastir af fíkn og sprauta í æð, segir í minnisblaðinu.