Fyrri konan liggur á línunni

Valdimar Svavarsson ráðgjafi | 22. ágúst 2018

Fyrri konan liggur á línunni

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem á í basli með kærasta sinn sem er 20 árum eldri. 

Fyrri konan liggur á línunni

Valdimar Svavarsson ráðgjafi | 22. ágúst 2018

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem á í basli með kærasta sinn sem er 20 árum eldri. 

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem á í basli með kærasta sinn sem er 20 árum eldri. 

Hæ hæ,

ég er í sambandi við mann sem er 20 árum eldri en ég og hann á að baki 2 hjónabönd og seinni kona hans hélt fram hjá honum og þau skildu, öll samskipti hættu og hafa ekki verið í 8 ár eða þar til núna. Í dag er hún að senda honum SMS og hringja seint á kvöldin. Ég hef heyrt hann tala við hana og ef ég spyr þá segir hann mér ekki satt. Auðvitað má hann tala við hana ég sé ekkert rangt við það en ég skil ekki af hverju að segja ekki bara satt og rétt frá? Ég fæ alltaf framan í mig „vertu ekki að yfirheyra mig“ og ef ég spyr hvort hann hafi heyrt í einhverjum eins og til dæmis börnunum hans þá kemur alltaf þetta sama svar. Af hverju er þetta svona, það er alveg sama hvað ég segi og segi ekki, því ef ég sleppi því að tala að fyrra bragði þá er ég í fýlu segir hann. Verð ég ekki bara að bakka því ég veit varla orðið hvað ég má og má ekki segja né spyrja.

Kveðja bráðvillt

 

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn „ráðvillt“ og takk fyrir að senda mér þessa spurningu.

Það er grundvallaratriði í öllum nánum parasamböndum að þar ríki trúnaður og heiðarleiki. Þegar makar okkar eiga í samskiptum út fyrir sambandið og vilja leyna þeim á einhvern hátt, þá flokkast það undir trúnaðarbrot og grefur undan trausti í sambandinu. Annað sem skiptir mjög miklu máli er gagnkvæm virðing á milli aðila í sambandi og þegar makar eru farnir að ljúga er óhætt að segja að það sé ekki virðingarverð framkoma.

Ég hvet þig til að skoða vel hvað innsæið þitt segir þér og muna að þú átt rétt á að komið sé fram við þig af virðingu. Það má vel vera að maðurinn þinn hafi aldrei unnið úr sínu fyrra sambandi og framhjáhaldinu sem átti sér stað. Það er mikið áfall fyrir þá sem í því lenda og algengt að málin eru einfaldlega ekki rædd. Þess vegna gæti verið ýmislegt sem hann og fyrrverandi kona eiga óuppgert en það afsakar engan veginn þessa framkomu og ekkert sem réttlætir það að leyna þig samskiptum við aðra konu eða ljúga til um þau. Það er mjög jákvætt að þú talir um hlutina við einhvern sem þú treystir því það er algengt að fólk eigi erfitt með að meta og sjá óeðlilega framkomu í eigin sambandi. Það hefði verið gaman að vita hve lengi þið hafið verið saman en í öllu falli tel ég að þú ættir að stíga varlega til jarðar og skoða vel hvort þú ert sátt við að fjárfesta í sambandi við aðila sem kemur svona fram við þig.

Kær kveðja,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari spurningu HÉR. 

mbl.is