Góður matur gerir börnin greindari

Næring barna | 22. ágúst 2018

Góður matur gerir börnin greindari

Nú þegar sumarfríin og kæruleysi sumarsins er að baki og blákaldur veruleiki skóladagsins blasir við er ekki úr vegi að minna á hollt mataræði fyrir börn. Á heilsuvefnum Heilsan okkar segir að það komi sífellt betur í ljós að það er mataræði í heild sinni sem skiptir mestu máli en ekki einstaka næringarefni eða fæðutegundir. Það þýðir lítið að borða einn banana á dag en borða svo óhollt restina af deginum, þó svo bananinn sé vissulega hollur.

Góður matur gerir börnin greindari

Næring barna | 22. ágúst 2018

Ljósmynd/Thinkstockphotos

Nú þegar sumarfríin og kæruleysi sumarsins er að baki og blákaldur veruleiki skóladagsins blasir við er ekki úr vegi að minna á hollt mataræði fyrir börn. Á heilsuvefnum Heilsan okkar segir að það komi sífellt betur í ljós að það er mataræði í heild sinni sem skiptir mestu máli en ekki einstaka næringarefni eða fæðutegundir. Það þýðir lítið að borða einn banana á dag en borða svo óhollt restina af deginum, þó svo bananinn sé vissulega hollur.

Nú þegar sumarfríin og kæruleysi sumarsins er að baki og blákaldur veruleiki skóladagsins blasir við er ekki úr vegi að minna á hollt mataræði fyrir börn. Á heilsuvefnum Heilsan okkar segir að það komi sífellt betur í ljós að það er mataræði í heild sinni sem skiptir mestu máli en ekki einstaka næringarefni eða fæðutegundir. Það þýðir lítið að borða einn banana á dag en borða svo óhollt restina af deginum, þó svo bananinn sé vissulega hollur.

Á vefnum segir frá nýlegri rannsókn á yfir 400 finnskum börnum á aldrinum sex til átta ára sem birtist í the British journal of nutrition. Rannsóknin sýndi að gæði mataræðis hafa áhrif á vitsmunalega getu, sérstaklega meðal drengja.

Ljósmynd/Thinkstockphotos

 Betri árangur á prófum

„Mataræði barnanna var metið með fjögurra daga skráningu og því næst athugað hvort gæðin væru nálægt gæðum mataræðis sem kallast „DASH“-mataræði annars vegar og „the Baltic Sea“-mataræði hins vegar. Bæði þessi mataræði (DASH og Baltic Sea) einkennast af mikilli neyslu á ávöxtum, berjum, grænmeti, heilkornavörum, fiski og mjólkurvörum með lágu fituinnihaldi en lítilli neyslu af rauðu kjöti og unnum kjötvörum.“

Börnin sem borðuðu í samræmi við þessi heilsusamlegu fæðumynstur (DASH og Baltic Sea) sýndu betri árangur í prófi sem reyndi á vitsmunalega getu. Þegar niðurstöðurnar voru skoðaðar eftir kynjum var sambandið einungis marktækt fyrir drengi.“

Samkvæmt Heilsunni okkar telja höfundar rannsóknarinnar að mataræði geti haft meiri áhrif á þroska heilans en hingað til hefur meiri áhersla verið lögð á að skoða samband mataræðis við vöxt, líkamsþyngdarstuðul og ýmsa sjúkdóma. Hægt er að skoða nánari umfjöllun um rannsóknina hér

Ljósmynd/Thinkstockphotos

 
Vatnsdrykkja skiptir líka máli 

„Önnur nýleg rannsókn sem gerð var á stórum hópi barna og unglinga í Bandaríkjunum sýndi að helmingur þátttakenda var með einkenni ofþornunar. Það að vera ekki nægjanlega vel „vökvaður“ veldur einkennum eins og höfuðverk, pirringi, minnkaðri líkamlegri getu sem og verri vitsmunalegri getu.

Við þessu er mjög auðvelt að bregðast með því að drekka meira vatn yfir daginn. Samkvæmt ráðleggingum frá embætti landlæknis eiga öll skólabörn að eiga greiðan aðgang að drykkjarvatni.“

Fjölskyldan á mbl.is hefur áður bent á að holl fæða getur haft áhrif á frjósemi fólks.

Heimild: Heilsan okkar 

mbl.is