Fernando Alonso kveðst vilja afsökunarbeiðni frá Red Bull stjóranum Christian Horner vegna nýlegra ummæla þar sem hann gagnrýndi Alonso og sagði hann hafa verið til vandræða í öllum liðum sem hann hefur keppt fyrir.
Fernando Alonso kveðst vilja afsökunarbeiðni frá Red Bull stjóranum Christian Horner vegna nýlegra ummæla þar sem hann gagnrýndi Alonso og sagði hann hafa verið til vandræða í öllum liðum sem hann hefur keppt fyrir.
Fernando Alonso kveðst vilja afsökunarbeiðni frá Red Bull stjóranum Christian Horner vegna nýlegra ummæla þar sem hann gagnrýndi Alonso og sagði hann hafa verið til vandræða í öllum liðum sem hann hefur keppt fyrir.
Í byrjun ágúst tilkynnti Daniel Ricciardo að hann myndi yfirgefa Red Bull við vertíðarlok og áður en Pierre Gasly var ráðinn í hans stað fóru af stað vangaveltur um að Alonso gæti verið á leið til liðsins í staðinn.
„Ég er ekki viss um að það væri það besta að Fernando gengi til liðs við okkur. Forgangsatriði okkar er að halda áfram að fjárfesta í æskunni fremur en ráða ökumann sem er á lokaspretti ferilsins,“ sagði Horner meðal annars í viðtali snemma í ágúst.
Í Spa-Francorchamps í Belgíu skýrði Alonso frá því að hann hefði um dagana fengið fjölda boða um að ráða sig til Red Bull, þar á meðal tvö atvinnuboð á þessu ári. „Ég fékk nokkur tilboð frá Red Bull,“ sagði Alonso við sjónvarpsstöðina SkySports F1. „Ég fékk tilboð þaðan 2007, 2009, 2011, 2013, og tvö í ár, annað í Mónakó og hitt fyrr í þessum mánuði.“
Alonso sagði ummæli Horner og Helmut Marko þess efnis að hann væri erfiður samstarfs undarleg í ljósi þess að hann hafi aldrei átt í samstarfi með þeim, hvorugum þeirra.„Ég er ánægður að þið skylduð spyrja um þetta, því ummæli Christian Horner í sumar og herra Marko eru algjörlega út úr kortinu, undarleg ummæli um að ég valdi ringulreið hvar sem ég komi og sé erfiður maður samstarfs.
Í fyrsta lagi hafa þeir aldrei átt í samstarfi við mig og í öðru lagi hafa þeir elt mig á röndum fimm til sex sinnum á undanförnum sjö árum. Og nú segjast þeir vera holla sínu verkefni ungra ökumanna og ráða unga ökumenn. Þetta hefur allt veri ðskrítið og ósanngjarnt í minn garð. Ég skrifaði Christian eftir ummæli hans í sumar, hann svaraði og baðst afsökunar í tölvupósti og vonandi biður hann mig aftur afsökunar hér um helgina,“ sagði Alonso.
Horner sér málið í öðru ljósi og segir umboðsmenn Alonso hafa leitað til Red Bull eftir að Ricciard tilkynnti um Renaultför sína. Hann segir liðið engar ráðstafanir gert til að reyna fá Alonso til sín.
„Við buðum Fernando Alonso samning árið 2007 og að mínu viti hefur enginn innan Red Bull boðið honum samning eftir það. Hann er frábær ökumaður, hæfileikamikill, en hann passar ekki í heildarmyndina okkar. Fjárfestingar okkar í ungum ökumönnum hafa borið ávöxt,“ segir Horner.