10 lífsreglur Brené Brown

10 lífsreglur | 26. ágúst 2018

10 lífsreglur Brené Brown

Dr. Brené Brown er rannsakandi við Háskólann í Houston. Hún hefur gefið út bækurnar The Gifts of Imperfection, Daring Greatly, Rising Strong og Braving the Wilderness. Væntanleg er bókin Dare to Lead. 

10 lífsreglur Brené Brown

10 lífsreglur | 26. ágúst 2018

Brené Brown er rannsakandi sem hefur skrifað fjölmargar bækur. Hún …
Brené Brown er rannsakandi sem hefur skrifað fjölmargar bækur. Hún hefur stigið á móti þeirri hugmynd að það sé veikleikamerki að vera varnarlaus. Hún segir að ást, listræn sköpun og fleira eigi fæðingu sína í varnarleysi mannfólksins. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Dr. Brené Brown er rannsakandi við Háskólann í Houston. Hún hefur gefið út bækurnar The Gifts of Imperfection, Daring Greatly, Rising Strong og Braving the Wilderness. Væntanleg er bókin Dare to Lead. 

Dr. Brené Brown er rannsakandi við Háskólann í Houston. Hún hefur gefið út bækurnar The Gifts of Imperfection, Daring Greatly, Rising Strong og Braving the Wilderness. Væntanleg er bókin Dare to Lead. 

Helstu rannsóknarviðfangsefni hennar hafa verið hugrekki, skömm, varnarleysi og samkennd. Hún hefur vakið athygli víða um heiminn, meðal annars fyrir þá hugsun sína að fólk sýnir innri styrk með varnarleysi. 

Hér er haldið áfram að skoða lífs­regl­ur þeirra sem hafa haft áhrif á heim­inn með hug­mynd­um sín­um og lífs­skoðunum.

Varnarleysi

„Varnarleysi er fæðingastaður ástar, þess að tilheyra, hugrekkis, samkenndar, nýsköpunar, skapandi hugsunar og breytinga. Varnarleysi er uppspretta vonar. Þegar við stígum fram í varnarleysi þá erum við tilbúin að taka ábyrgð og búa okkur til sérstöðu í lífinu. Ef við viljum stíga inn í tilganginn okkar í lífinu og eignast dýpra andlegt líf, þá er varnarleysi vegurinn sem við þurfum að feta. 

Þegar við stígum fram og erum varnarlaus sér fólk að við erum að segja sannleikann. Sannleikurinn kemur alltaf út sem hugrekki. Það er aldrei þægilegt að stíga fram og segja sannleikann í varnarleysi, en við þurfum að hafa hugfast að við erum ekki minni eða að sýna veikleikamerki. Menningin okkar hefur kennt okkur að vera sterk út á við en það er goðsögn og rangt að mínu mati. Við erum hugrökk þegar við getum talað um það sem er erfitt að tala um. 

Við megum heldur ekki gleyma því að það krefst hugrekkis að flýja hlutina stöðugt. En þá erum við að neita okkur um hluti sem fæðast í varnarleysi, svo sem ást og því að tilheyra. 

Við sýnum varnarleysi þegar við gerum hluti sem okkur finnst erfiðir. Sem dæmi þegar kona reynir að eignast annað barn eftir að hafa misst fóstur. Þá er hún varnarlaus og hugrökk. Það er erfitt en alltaf þess virði.“

Að vera mannlegur

„Við erum ekki með bresti til að minna okkur á að við séum minni en aðrir. Brestirnir okkar eru áminning um að við séum hluti af heildinni. Fólk er mannlegt. Það er enginn fullkominn. 

Þegar við skiljum muninn á milli þess að vinna heilbrigt að því að gera eins vel og við getum og að vera með fullkomnunaráráttu, getum við lagt niður skjöldinn og tekið upp lífið okkar. Rannsóknir sýna að fullkomnunarárátta hamlar velgengni. Í raun er fullkomnunarárátta leiðin til að upplifa þunglyndi, kvíða, fíkn og aðra vanlíðan.“

Ástin

„Ást er ekki eitthvað sem við gefum eða öðlumst. Heldur eitthvað sem við nostrum við og ræktum, samband sem getur aðeins orðið á milli tveggja einstaklinga, þegar ástin býr innra með þeim báðum. Við getum einungis elskað aðra jafnheitt og við elskum okkur.

Ég skilgreini tengsl sem þá orku sem er á milli fólks, þegar það horfir á hvort annað, hlustar á hvort annað, ber virðingu fyrir hvort öðru. Þegar fólk getur gefið og þegið án þess að dæma og þegar það getur gefið og fengið orku frá hvort öðru.“ 

Hegðun okkar

„Hver við erum er sambland af öllu því sem við gerum yfir daginn. Það snýst um valið sem við höfum til að mæta inn í samtöl, taka afstöðu og vera sönn gildum okkar. Val okkar á að vera heiðarlegt. Valið sem við höfum til að sýna fólki hver við raunverulega erum. Þegar við veljum hvern við umgöngumst og hvernig við tökum fólki.“

Sjálfssamþykki

„Að mínu mati getum við einungis verið hluti af einhverju þegar við stígum fram eins og við erum, fullkomlega ófullkomin í þessum heimi. Það hversu mikið við tilheyrum getur aldrei orðið meira en hversu sátt verið erum við okkur sjálf, hversu samþykk við erum okkur eins og við erum.

Ef þú setur öryggi ofar tilgangi þínum þá getur þú upplifað eftirfarandi hluti: kvíða, þunglyndi, átröskun, fíkn, reiði og sorg. Þú munt kenna öðrum um það sem illa fer í lífinu og upplifa mikla sorg.

Að upplifa

„Við getum aldrei valið að deyfa hluta af tilfinningum okkar. Þegar við deyfum okkur fyrir erfiðum tilfinningum, þá deyfum við okkur alltaf fyrir jákvæðum tilfinningum líka.

Myrkrið skemmir aldrei fyrir ljósinu, heldur skilgreinir það. Það er ótti okkar við myrkrið, sem hendir ánægju okkar í skuggann.“

Hugrekki

„Við sýnum hugrekki þegar við skiljum hvað skiptir máli í lífinu, en það sem við erum skiptir meira máli. Sem dæmi eru mörg okkar alin upp í fjölskyldum þar sem við eigum að vera sterk, eigum að herða okkur og litið er á að þau sjálfsögðu verðmæti sem við erum sé ekki nóg. Þá þurfum við að velja að vera hugrökk, setja mörk og mæta á staðinn. Flest okkar eru annaðhvort hrædd eða hugrökk.

Stundum erum við hugrökk og hrædd á sama tíma. Það er allt í lagi. En ekki vera bara hrædd. Þú getur bókað að þú átt eftir að læra heilmargt af því að ákveða að vera hugrökk. Trúin mín hjálpar mér að vera hugrökk. Ég fylgi mínum gildum og trúin hjálpar mér að standa með mér í öllum aðstæðum.“

Þakklæti

„Það sem aðskilur forréttindi frá réttindum er þakklæti. Þegar við stígum fram í varnarleysi og uppskerum að stíga inn í að vera þær manneskjur sem við eigum að vera. Þá erum við þakklát fyrir allt það góða sem við munum upplifa í lífinu.“

Að setja mörk

„Að setja heilbrigð mörk er mjög mikilvægt fyrir okkur. Þegar við náum ekki að setja heilbrigð mörk og gera aðra ábyrga fyrir sinni hegðun líður okkur eins og við höfum verið notuð eða að manneskjan hafi komið illa fram við okkur. Þetta er ástæðan fyrir því að við förum stundum beint í að ráðast á manneskjuna í stað þess að stoppa óheilbrigða hegðun hennar gagnvart okkur.

Ef við ætlum að vera auðsæranleg og varnarlaus verðum við að kunna að setja heilbrigð mörk. Við höfum val á að vera í samskiptum við fólk sem kemur vel fram og virðir mörkin okkar. Við þurfum ekki að bera málin okkar á borð fyrir þá sem munu slá okkur niður. 

Gagnrýni er mér hugleikin í þessu samhengi. Ég tek uppbyggilegri gagnrýni með þakklæti. En ef einhver gagnrýnir mig sem situr bak við skrifborðið sitt og hefur búið til umhverfi þar sem hann hefur skipað sig sem dómara, en aldrei stigið fram í varnarleysi sjálfur. Þá set ég mörk á slíka gagnrýni og stoppa það.“

Að skilja það sem liggur að baki

„Það er hægt að skoða alla hluti með augum varnarleysis. Tökum sem dæmi fólk sem samfélagið flokkar sem „narsisista“. Ef þú skoðar „narsisista“ með augum varnarleysis sérðu það sem býr að baki. Einstakling sem óttast það að vera venjulegur.  Hann óttast að ekki verði eftir sér tekið nema að hann sé fullkominn. „Narsisistar“ telja sig ekki verðskulda ást, það að tilheyra eða eiga tilgang í þessu lífi, nema þeir hagi sér fullkomlega og þannig þykjast þeir vera fullkomnir og varpa þessu einnig á aðra.“

mbl.is