Óhefðbundinn matur fyrir ungbarnið

Næring barna | 28. ágúst 2018

Óhefðbundinn matur fyrir ungbarnið

Flestir foreldrar byrja á að gefa ungbarninu sínu afar hefðbundið ungbarnafæði eftir að það byrjar að borða fasta fæðu. Ungbarnagrautar, stappaðir bananar, kartöflur og gulrætur er ágætisfæði fyrir ungabörn en það má vel prófa að gefa þeim fleiri fæðutegundir. Það er æskilegt að byrja fljótlega að venja bragðlauka barnsins á óvenjulegan mat í bland við hinn hefðbundna, slíkt getur átt mikinn þátt í að koma veg fyrir eða minnka matvendni barnsins. 

Óhefðbundinn matur fyrir ungbarnið

Næring barna | 28. ágúst 2018

Ljósmynd/Thinkstockphotos

Flestir foreldrar byrja á að gefa ungbarninu sínu afar hefðbundið ungbarnafæði eftir að það byrjar að borða fasta fæðu. Ungbarnagrautar, stappaðir bananar, kartöflur og gulrætur er ágætisfæði fyrir ungabörn en það má vel prófa að gefa þeim fleiri fæðutegundir. Það er æskilegt að byrja fljótlega að venja bragðlauka barnsins á óvenjulegan mat í bland við hinn hefðbundna, slíkt getur átt mikinn þátt í að koma veg fyrir eða minnka matvendni barnsins. 

Flestir foreldrar byrja á að gefa ungbarninu sínu afar hefðbundið ungbarnafæði eftir að það byrjar að borða fasta fæðu. Ungbarnagrautar, stappaðir bananar, kartöflur og gulrætur er ágætisfæði fyrir ungabörn en það má vel prófa að gefa þeim fleiri fæðutegundir. Það er æskilegt að byrja fljótlega að venja bragðlauka barnsins á óvenjulegan mat í bland við hinn hefðbundna, slíkt getur átt mikinn þátt í að koma veg fyrir eða minnka matvendni barnsins. 

Meðfylgjandi eru nokkrar hugmyndir að annars konar fæði fyrir ungbörn. Athugaðu að þó svo þér kunni ekki að líka við tiltekinn mat er ekki útilokað að barninu finnist hann góður. Leyfðu því að ráða.

Athugið að nú er ekki lengur talið mikilvægt að bíða til eins árs aldurs með mat sem gæti valdið ofnæmi eins og áður var talið en þó er alltaf talið skynsamlegt að kynna barni nýtt fæði hægt og rólega, til dæmis með því að láta um það bil þrjá daga líða á milli þess sem það borðar nýja fæðutegund. Þannig er hægt að kanna hvort maturinn virðist valda ofnæmisviðbrögðum hjá barninu.

Súrir ávextir

Það kemur ef til vill mörgum foreldrum á óvart en mögum börnum finnast súrir ávextir, ber og grænmeti gott. Dæmi; kirsuber (fjarlægið steinana), plómubitar, jarðarber stundum svolítið súr, græn epli og rabarbarar eru klárlega súrir. Það er mögulegt líka að börnin gleypi ekki súran mat í sig en þeim gæti þótt gaman að leika sér með bragðlaukana rétt eins og fullorðnum.

Soðið kryddað kjöt

Vissirðu að ungabörn út um allan heim borða chili? Kannski ekki mikið af því og það eru til ýmsar útgáfur af chili, missterkt. Einnig mætti prófa smávegis af engiferi og sojasósu til að venja barnið við. Einnig getur verið spennandi að prófa ýmiss konar kryddjurtir, ungbarnamatur þarf ekki að bragðast eins og pappír.

Ljósmynd/Thinkstockphotos

Grænmeti af krossblómaætt

Grænar baunir og sætar kartöflur hafa gjarna verið álitið hið fullkomna ungbarnafæði en af hverju ekki gulrófur og blómkál? Grænmeti af krossblómaætt (Cruciferous veggies) er vanmetið fyrir börn en til þess heyrir líka brokkolí, grænkál, bok choy, hvítkál og rósakál. Allt úrvalsgrænmeti sem hlaðið er næringarefnum fyrir litla orkubolta.

Fingramatur

Leyfið barninu að borða matinn um leið og það hefur tök á að tína sjálft bitana eða stinga skeiðinni sjálft upp í sig. Athugið bara að barnið ráði við að tína bitana upp í sig jafnvel þó að næringarlegt gildi máltíðarinnar sé ekki mikið, svo við tölum um hreinlætisþáttinn. Einnig er mikilvægt að bitarnir séu það litlir að það sé ekki hætta á að þeir standi í barninu. Til dæmis gæti verið sniðugt að frysta oggulitla ísbita sem búnir eru til úr þeytingi sem svo bráðna uppi í barninu. Því getur þótt þetta vera hin besta skemmtun.

Ljósmynd/Thinkstockphotos

 Fiskur

Nú er ekki lengur ráðlagt að bíða til eins árs aldurs með að gefa börnum fisk. Þvert á móti er talið skynsamlegt að gefa þeim fisk fljótlega sem hluta af fastri fæðu og venja þau strax við fiskbragðið svo það verði ekki vesen í framtíðinni að koma þeirri heilsufæðu ofan í barnið, eins og stundum vill verða.

Heimild: Babycenter.com

mbl.is