Stjórnvöld í Búrma hafna niðurstöðu rannsóknar nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um að aðgerðir hersins gagnvart rohingjum séu þjóðarmorð. Skýrslan var kynnt fyrr í vikunni og eru þetta fyrstu viðbrögð stjórnvalda við henni.
Stjórnvöld í Búrma hafna niðurstöðu rannsóknar nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um að aðgerðir hersins gagnvart rohingjum séu þjóðarmorð. Skýrslan var kynnt fyrr í vikunni og eru þetta fyrstu viðbrögð stjórnvalda við henni.
Stjórnvöld í Búrma hafna niðurstöðu rannsóknar nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um að aðgerðir hersins gagnvart rohingjum séu þjóðarmorð. Skýrslan var kynnt fyrr í vikunni og eru þetta fyrstu viðbrögð stjórnvalda við henni.
Talsmaður stjórnvalda í Búrma, Zaw Htay, segir að stjórnvöld hafi ekki heimilað rannsóknarnefndinni (UN Fact-Finding Mission) að koma til landsins og þess vegna samþykki yfirvöld ekki eða taki undir ályktanir mannréttindaráðsins.
Rannsaka þarf æðstu ráðamenn búrmiska hersins vegna þjóðarmorðs í Rakhine-héraði og fyrir glæpi gegn mannkyninu á öðrum svæðum. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem byggir á hundruðum viðtala og er harðasta fordæming samtakanna á ofbeldinu gegn rohingjum til þessa.
Eru aðgerðir hersins sagðar í „stöðugu og verulegu ósamræmi við raunverulega öryggisógn“, að því er segir í skýrslunni. Þar eru sex hátt settir yfirmenn í búrmiska hernum nefndir á nafn og sagt að rétta ætti yfir þeim. Þá er skýrslan einnig verulega gagnrýnin í garð Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma, fyrir að stöðva ekki ofbeldið.
Facebook lokaði á æðstu ráðamenn búrmiska hersins vegna mannréttindabrota þeirra í kjölfar birtingar skýrslunnar á mánudag.
Mjög er þrýst á stjórnvöld í Búrma vegna aðgerða hersins sem hröktu yfir 700 þúsund rohingja úr landi og yfir til nágrannaríkisins Bangladess.
Á fundi öryggisráðs SÞ í gær hvöttu fulltrúar nokkurra ríkja, þar á meðal Bandaríkjanna, til þess að herforingjar í búrmíska hernum yrðu látnir sæta ábyrgð og dregnir fyrir alþjóðlegan dómstól.