Stroll mátar sæti hjá Force India

Formúla-1/Force India | 29. ágúst 2018

Stroll mátar sæti hjá Force India

Lance Stroll fór beint frá Spa í Belgíu til Bretlands þar sem tekið var af honum sætismót og þykir það til marks um að hann muni hafa sætaskipti og fara frá Williams til Force India í einhverju af næstu mótum, þó ekki í Monza.

Stroll mátar sæti hjá Force India

Formúla-1/Force India | 29. ágúst 2018

Lance Stroll á Williamsbílnum í belgíska kappakstrinum í Spa-Francorchamps. Útlit …
Lance Stroll á Williamsbílnum í belgíska kappakstrinum í Spa-Francorchamps. Útlit er fyrir að hann klári ekki keppnistímabilið með Williams. AFP

Lance Stroll fór beint frá Spa í Belgíu til Bretlands þar sem tekið var af honum sætismót og þykir það til marks um að hann muni hafa sætaskipti og fara frá Williams til Force India í einhverju af næstu mótum, þó ekki í Monza.

Lance Stroll fór beint frá Spa í Belgíu til Bretlands þar sem tekið var af honum sætismót og þykir það til marks um að hann muni hafa sætaskipti og fara frá Williams til Force India í einhverju af næstu mótum, þó ekki í Monza.

Mát var tekið af Stroll á þriðjudag í bækistöðvum Force India í Silverstone en faðir hans fer fyrir hópi fjárfesta sem eignast hafa liðið með því að kaupa það út úr miklum fjárhagsvandræðum.

Lawrence Stroll leysti liðið út úr höndum skiptastjóra sem fengið hafði erfiðleika þess inn á sitt borð. Heimildir herma að Stroll yngri taki við sæti Estebans Ocon hjá Force India.

mbl.is