Það er alltaf gaman að fylgjast með Lindu Ben í eldhúsinu því maturinn hennar hefur þá merkilegu tilhneigingu að vera í senn afskaplega girnilegur og ákaflega fallegur. Hér gefur að líta lágkolvetna-taco sem ætti að æra óstöðuga og gott betur. Klárlega réttur sem allir verða að prufa.
Það er alltaf gaman að fylgjast með Lindu Ben í eldhúsinu því maturinn hennar hefur þá merkilegu tilhneigingu að vera í senn afskaplega girnilegur og ákaflega fallegur. Hér gefur að líta lágkolvetna-taco sem ætti að æra óstöðuga og gott betur. Klárlega réttur sem allir verða að prufa.
Það er alltaf gaman að fylgjast með Lindu Ben í eldhúsinu því maturinn hennar hefur þá merkilegu tilhneigingu að vera í senn afskaplega girnilegur og ákaflega fallegur. Hér gefur að líta lágkolvetna-taco sem ætti að æra óstöðuga og gott betur. Klárlega réttur sem allir verða að prufa.
Lágkolvetna-vefjur
Aðferð
1. Kveikið á ofninum og stillið á 200C.
2. Hrærið eggin og eggjahvíturnar saman þangað til blandan verður ljós og loftmikil, bætið þá rjómaostinum saman við varlega, 1 tsk í einu, og hrærið þangað til blandan verður kekklaus.
3. Í aðra skál: blandið saman salti, psyllium husk og kókos-hveiti, bætið þeirri blöndu svo saman við eggjablönduna, 1 tsk í einu, og hrærið saman við. Leyfið deiginu að taka sig í nokkrar mínútur eða þangað til deigið verður svipað á þykkt og amerískt pönnukökudeig.
4. Setjið smjörpappír á ofnplötu og setjið 2 msk af deiginu á plötuna og dreifið úr þannig það verði að þunnum hring, u.þ.b. 15 cm í þvermál. Ég gat gert 3 hringi á ofnplötu og endaði með 9 pönnukökur. Bakið ofarlega í ofninum í um það bil 5 mín eða þangað til úthringur vefjunnar er farinn að brúnast. Fjarlægið vefjuna af smjörpappírnum og endurtakið fyrir restina af deiginu.
Fylling
Aðferð
1. Kryddið hakkið vel með taco-kryddi (magn fer eftir smekk og týpu af kryddi) og steikið það í gegn á pönnu.
2. Skerið avocadóið niður í teninga, kreistið 1/2 lime yfir og blandið saman.
3. Skerið tómatana niður og kóríander, blandið saman við avocadóið.
4. Smyrjið vefjurnar með 1/2-1 tsk af sýrðum rjóma, setjið hakkið ofan á og svo grænmetið, hægt er að bæta rifnum osti og kreista lime yfir ef vilji er fyrir hendi.