Það er formlega skítaveður framundan um næstum allt land á næstu dögum og þá má maður gera vel við sig í mat og drykk. Það má líka færa sannfærandi rök fyrir því að þetta sé ketó máltíð og þá geta allir verið glaðir.
Það er formlega skítaveður framundan um næstum allt land á næstu dögum og þá má maður gera vel við sig í mat og drykk. Það má líka færa sannfærandi rök fyrir því að þetta sé ketó máltíð og þá geta allir verið glaðir.
Það er formlega skítaveður framundan um næstum allt land á næstu dögum og þá má maður gera vel við sig í mat og drykk. Það má líka færa sannfærandi rök fyrir því að þetta sé ketó máltíð og þá geta allir verið glaðir.
Hér höfum við sous vide svínalundir sem að Ragnar Freyr Ingvarsson setti saman en hann er ákaflega mikill ostamaður og má segja að uppskriftin sé löðrandi í ostum.
Akkúrrat það sem við þurfum...
Heimasíðu Ragnars - Læknirinn í eldhúsinu - er hægt að nálgast HÉR.
Seiðandi svínalundir sous vide með gljáðum perum, bökuðum osti og splunkunýjum íslenskum kartöflum
... og til að hafa smá jafnvægi þá notaði ég líka einn gullost.
Þá var að undirbúa perurnar. Ég bræddi fyrst smjörið og leysti svo hunangið upp í heitu smjörinu. Bætti svo balsamik edikinu saman við og lét krauma við lágan hita í nokkrar mínútur.
Þá bætti ég við handfylli af gróflega söxuðum valhnetum og lét krauma í eina til tvær mínútur í viðbót.
Næst skref var að flysja, helminga og kjarnhreinsa fimm perur og leggja í eldfast mót. Þær voru svo bakaðar í 35 mínútur í 160 gráða heitum ofni.
Svo var bara að njóta. Það er erfitt að lýsa því hversu ljúffengar nýjar íslenskar kartöflur eru þegar þeim er velt upp úr bökuðum osti. Hreint út sagt stórkostlegt.