Nýliði í stað Alonso

Formúla-1/McLaren | 3. september 2018

Nýliði í stað Alonso

McLarenliðið hefur ráðið ungan breskan ökumann að nafni Lando Norris í stað Stoffels Vandoorne.

Nýliði í stað Alonso

Formúla-1/McLaren | 3. september 2018

McLarenliðið hefur ráðið ungan breskan ökumann að nafni Lando Norris í stað Stoffels Vandoorne.

McLarenliðið hefur ráðið ungan breskan ökumann að nafni Lando Norris í stað Stoffels Vandoorne.

Norris er aðeins 18 ára gamall og hefur gegnt starfi reynslu- og varaökumanns hjá McLaren, en þar fyrir utan keppir hann í formúlu-2 kappakstrinum sem er undirformúla formúlu-1. Hann hefur náð undraverðum árangri í keppni á körtum og öðrum undirformúlum undanfarin ár.

 Nýlega réði McLaren spænska ökumanninn Carlos Sainz til að fylla skarðið sem Fernando Alonso hefði ella skilið eftir sig, en hann ákvað nýverið að hætta keppni í formúlu-1.

Með þessu er ljóst að Stoffel Vandoorne hefur ekki þótt skila því sem ætlast var til af honum. Hverfur hann á braut eftir aðeins eina keppnistíð í formúlu-1.

mbl.is