Dásemdar fiskréttur innblásinn af Tjöruhúsinu

Uppskriftir | 10. september 2018

Dásemdar fiskréttur innblásinn af Tjöruhúsinu

Hér gefur að líta blálöngu sem er afbragðsfiskur í alla staði - bragðgóð og afar þétt og góð í sér enda í algjöru uppáhaldi hjá mörgum. 

Dásemdar fiskréttur innblásinn af Tjöruhúsinu

Uppskriftir | 10. september 2018

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Hér gefur að líta blálöngu sem er afbragðsfiskur í alla staði - bragðgóð og afar þétt og góð í sér enda í algjöru uppáhaldi hjá mörgum. 

Hér gefur að líta blálöngu sem er afbragðsfiskur í alla staði - bragðgóð og afar þétt og góð í sér enda í algjöru uppáhaldi hjá mörgum. 

Þessi uppskrift er innblásin af hinum rómaða veitingastað Tjöruhúsinu á Ísafirði en það er enginn annar en Ragnar Freyr Ingvarsson eða læknirinn í eldhúsinu sem á heiðurinn að uppskriftinni. 

Blálanga í tælenskri piparsósu, með ferskum agúrkum og kóríander
Fyrir 6 
  • 1,2 kg blálanga
  • 1 kúrbítur
  • 3 vorlaukar
  • 1 rauðlaukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 3 msk. piparsósa
  • 2 msk teriyakisósa
  • 1 msk. soyasósa
  • hálf agúrka
  • 1/2 fínt skorin papríka
  • 50 g smjör
  • 3 msk. 
  • salt og smá pipar

Aðferð:

  1. Byrjaði á því að sneiða rauðlaukinn, hvítlaukinn, kúrbítinn og vorlaukinn (sparaði endana til að skreyta með í lokinn) í olíu og smjöri þangað til að þetta varð mjúkt og ilmandi. Saltaði og pipraði lítillega. Skar svo blálönguna í bita.
  2. Kom svo fiskinum fyrir á pönnunni og saltaði og pipraði og steikti á báðum hliðum.
  3. Ég hafði keypt þessa sósu í Víetnam market - en hún er ljómandi góð. Vilji maður hafa minni hita í réttinum mætti prófa að nota Hoisin-sósu í staðinn. Blandaði piparsósunni, teriyaki og sojasósunni saman. Hellti svo sósunni yfir fiskinn og eldaði hann í gegn í sósunni. Því næst skreytti ég pönnuna með ferskum agúrkum, smátt skornum vorlauksendum og papríkum.
  4. Borið fram með soðnum Basmati-grjónum. 
  5. Ég hvet ykkur til að prófa, þetta var einstaklega ljúffengt! 
mbl.is