Vill nýtt „kerfi“ fyrir Búrma

Rohingjar á flótta | 10. september 2018

Vill nýtt „kerfi“ fyrir Búrma

Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í dag til þess að nýju „kerfi“ yrði komið á fót til að undirbúa ákærur vegna mannréttindabrota í Búrma (Mijanmar), en búrmíski herinn hefur verið sakaður um þjóðarmorð á minnihlutahópi rohingja-múslima í Rakhine héraði.

Vill nýtt „kerfi“ fyrir Búrma

Rohingjar á flótta | 10. september 2018

Rohingjar flýja yfir landamærin frá Búrma til nágrannaríkisins Bangladess.
Rohingjar flýja yfir landamærin frá Búrma til nágrannaríkisins Bangladess. AFP

Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í dag til þess að nýju „kerfi“ yrði komið á fót til að undirbúa ákærur vegna mannréttindabrota í Búrma (Mijanmar), en búrmíski herinn hefur verið sakaður um þjóðarmorð á minnihlutahópi rohingja-múslima í Rakhine héraði.

Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í dag til þess að nýju „kerfi“ yrði komið á fót til að undirbúa ákærur vegna mannréttindabrota í Búrma (Mijanmar), en búrmíski herinn hefur verið sakaður um þjóðarmorð á minnihlutahópi rohingja-múslima í Rakhine héraði.

Í fyrstu ræðu sinni, frá því hún tók við sem yfirmaður mannréttindaskrifstofunnar, hvatti Michelle Bachelet mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna til að koma á fót „óháðu „kerfi“ fyrir Búrma, sem fengi það hlutverk að safna sönnunargögnum, varðveita þau og rannsaka þau alvarlegu mannréttindabrot sem þar séu framin.

Sagði Bachelet að með því mætti flýta fyrir að málið fengi réttláta meðferð fyrir óháðum dómstólum bæði innan lands, sem og hjá alþjóðadómstólum.

Michelle Bachelet vill að mannréttindaráð komi nýju kerfi á fót …
Michelle Bachelet vill að mannréttindaráð komi nýju kerfi á fót til að taka á mannréttindabrotum í Búrma. AFP
mbl.is