Um ein milljón íbúa Katalóníu gekk um götur Barcelona í dag, að sögn lögreglunnar, með trommur og flautur meðferðis til að sýna stuðning við sjálfstæðisbaráttu héraðsins.
Um ein milljón íbúa Katalóníu gekk um götur Barcelona í dag, að sögn lögreglunnar, með trommur og flautur meðferðis til að sýna stuðning við sjálfstæðisbaráttu héraðsins.
Um ein milljón íbúa Katalóníu gekk um götur Barcelona í dag, að sögn lögreglunnar, með trommur og flautur meðferðis til að sýna stuðning við sjálfstæðisbaráttu héraðsins.
Tæpt ár er liðið síðan aðskilnaður héraðsins frá Spáni mistókst.
Um fjöldafund var að ræða í tilefni „þjóðardags“ Katalóníu sem haldið hefur verið upp á síðan 2012 þar sem íbúar hafa krafist aðskilnaðarins.
Álíka margir sóttu fundinn í dag og á sama tíma í fyrra.