Aðeins 2% láta draumana rætast

Aðeins 2% láta draumana rætast

„Nýlega átti ég samræður sem snéru að æskudraumi mínum. Í kjölfar samtalsins áttaði ég mig á að þessi draumur hefur haft djúpstæð áhrif á líf mitt þrátt fyrir að ég hafi ekki enn upplifað hann, ef svo má segja.

Aðeins 2% láta draumana rætast

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi | 12. september 2018

Það eru allt of fáir sem láta raunverulega drauma sína …
Það eru allt of fáir sem láta raunverulega drauma sína rætast. mbl.is/ThinkstockPhotos

„Ný­lega átti ég sam­ræður sem snéru að æsku­draumi mín­um. Í kjöl­far sam­tals­ins áttaði ég mig á að þessi draum­ur hef­ur haft djúp­stæð áhrif á líf mitt þrátt fyr­ir að ég hafi ekki enn upp­lifað hann, ef svo má segja.

„Ný­lega átti ég sam­ræður sem snéru að æsku­draumi mín­um. Í kjöl­far sam­tals­ins áttaði ég mig á að þessi draum­ur hef­ur haft djúp­stæð áhrif á líf mitt þrátt fyr­ir að ég hafi ekki enn upp­lifað hann, ef svo má segja.

Eitt sinn munaði litlu að hann yrði að veru­leika og ég vann að því öll­um árum að svo gæti orðið. En stund­um er eins og ör­lög­in grípi hrein­lega inn í at­b­urðarás­ina og hlut­ir æxl­ast öðru­vísi en áætlað var,“ seg­ir Edda Jóns­dótt­ir, leiðtoga­markþjálfi hjá Edda Coaching, í sín­um nýj­asta pistli á Smartlandi: 

Brostn­ar von­ir og óorðnir draum­ar geta þó verið til góðs. Flest get­um við litið yfir far­inn veg og séð að þegar við stóðum á kross­göt­um og ein­ar dyr lokuðust, opnuðust aðrar. Auðvitað veit eng­inn hvernig lífið sem ekki var lifað hefði getað orðið, en við vit­um þó að við eig­um dag­inn í dag og við höld­um í von­ina um það sem framtíðin ber í skauti sér.

Framtíðar­sýn­in og núið

Jafn­vægið milli framtíðar­sýn­ar og þess að lifa í nú­inu, reyn­ist mörg­um flókið. Sum löðumst við að sí­fellt stærri mark­miðum og gleym­um jafn­vel (eða leyf­um okk­ur ekki) að fagna áfanga­sigr­un­um. Marg­ir þekkja af bit­urri reynslu að slíkt munst­ur get­ur leitt til þess að kertið brenn­ur í báða enda. Af­leiðing­ar kuln­un­ar geta verið dýr­keypt­ar og ein­kenn­in þrálát.

Fólk á miðjum aldri (og á öll­um aldri reynd­ar) upp­lif­ir oft sterk­lega að hafa ekki nýtt hæfi­leika sína sem skyldi. Að hafa ekki knúið á dyr og látið til sín taka svo um munaði. Látið drauma sína ræt­ast. Slík eft­ir­sjá get­ur alið af sér hugs­an­ir um til­gangs­leysi og jafn­vel leitt til bit­urðar.

En hvað er til ráða þegar fólk upp­lif­ir að hafa ekki lifað líf­inu til fulln­ustu?

Frá ósk­hyggju til fram­kvæmd­ar

Na­po­leon Hill er mörg­um kunn­ur enda eru bæk­ur hans grunn­ur að mörgu því efni sem unnið er eft­ir í mark­miðasetn­ingu og sjálfs-þróun ým­iss kon­ar. Hill, sem ritaði verk sín á fyrri hluta síðustu ald­ar, komst að því að skipta má fólki í sex hópa eft­ir því hvernig það nálg­ast drauma sína.

Fyrsti hóp­ur­inn eða um 70% fólks fer í gegn­um lífið og með ósk­hyggj­una eina að vopni. Þessi hóp­ur sagði hann að léti þar við sitja – að óska sér.

Ann­ar hóp­ur eða um 10% fólks, tek­ur næsta skref, sem er að þrá.

Þriðji hóp­ur­inn eða um 8%, þróar ósk­ir og þrár þannig að úr verður von.

Fjórði hóp­ur­inn býr yfir til­trú (e. beli­ef) á því að úr verði en þessi hóp­ur ku vera um 6% fólks.

Fimmti hóp­ur­inn eða um 4% fólks, fet­ar öll skref­in hér að fram­an en bæt­ir svo við brenn­andi þrá. Þessi hóp­ur hef­ur þar að auki trú (e. faith).

Aðeins 2% fólks til­heyra þeim hópi sem stíg­ur loka­skref­in tvö, sem fel­ast í því að gera áætl­un og fram­kvæma svo áætl­un­ina.

Nýrri rann­sókn­ir hafa bent til að um 5% fólks skrifi niður mark­mið sín, geri áætl­un og hrindi svo í fram­kvæmd.

Lít­il þúfa lyft­ir oft þungu hlassi

Áður­nefnt upp­gjör við brostna draum­inn, sem var kveikj­an að þess­um pistli, veitti mér óvænt­an inn­blást­ur. Að morgni dags síðla sum­ars, dustaði ég rykið af nokkr­um góðkunn­um draum­um sem virt­ust meira eins og aft­ur­sæt­is­bíl­stjór­ar sem gerðu vart við sig öðru hvoru. Sum­ir voru af­greidd­ir og vin­sam­lega send­ir áfram til annarra drey­m­enda á meðan aðrir fengu sæti í farþega­sæt­inu að framan­verðu.

Að hætti Na­po­leon Hill voru fram­an­greind skref stig­in sam­visku­sam­lega, uns ásætt­an­leg fram­kvæmda­áætl­un hafði litið dags­ins ljós. Og viti menn, ör­fá­um vik­um síðar eru sum­ir draumanna þegar orðnir að veru­leika.

Áttu þér draum í leyn­um kæri les­andi? Ef svo er, hvers vegna ekki að gera áætl­un um að láta draum­inn verða að veru­leika? Hafðu sam­band ef þig vant­ar hjálp.

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching.
Edda Jóns­dótt­ir leiðtoga­markþjálfi hjá Edda Coaching. Ljós­mynd/​Al­dís Páls­dótt­ir
mbl.is