Mads Mikkelsen á RIFF

RIFF | 12. september 2018

Mads Mikkelsen á RIFF

Danski leikarinn Mads Mikkelsen, sem varð heimsþekktur fyrir túlkun sína á Bond-illmenninu Le Chiffre í James Bond-myndinni Royal Casino, verður meðal gesta á RIFF-kvikmyndahátíðinni í ár.

Mads Mikkelsen á RIFF

RIFF | 12. september 2018

Mads Mikkelsen verður verðlaunaður á RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik.
Mads Mikkelsen verður verðlaunaður á RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik. Ljósmynd/Aðsend

Danski leikarinn Mads Mikkelsen, sem varð heimsþekktur fyrir túlkun sína á Bond-illmenninu Le Chiffre í James Bond-myndinni Royal Casino, verður meðal gesta á RIFF-kvikmyndahátíðinni í ár.

Danski leikarinn Mads Mikkelsen, sem varð heimsþekktur fyrir túlkun sína á Bond-illmenninu Le Chiffre í James Bond-myndinni Royal Casino, verður meðal gesta á RIFF-kvikmyndahátíðinni í ár.

Mikkelsen mun fá verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik (Creative Excellence Award), en RIFF-hátíðin hefst 27. september og lýkur 7. október. Mads mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október.

Á RIFF-hátíðinni verða sýndar myndir með Mikkelsen í aðalhlutverki, meðal annars Menn & hænsni svört kómedía sem er leikstýrt af óskarsverðlaunahafanum Anders Thomas Jensen. Einnig verða sýndar myndirnar Konunglegur kostur (Kongelige affære) sem gerist í Danmörku árið 1770 og Bjargræði (The Salvation) sem er mynd úr villta vestrinu í Bandaríkjunum með Mikkelsen í aðalhlutverki. Mun Mikkelsen taka þátt í umræðum eftir sýningu þessara mynda á hátíðinni. 

mbl.is