Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, varði í dag þá ákvörðun að fangelsa tvo fréttamenn Reuters í landinu en þeir voru þangað komnir til að afla frétta um róhinjga sem sætt hafa ofbeldi af hálfu hersins. Suu Kyi svarar þannig gagnrýnisröddum víðsvegar að úr heiminum fullum hálsi en margir líta á réttarhöldin yfir fréttamönnunum sem aðför að fjölmiðlafrelsinu.
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, varði í dag þá ákvörðun að fangelsa tvo fréttamenn Reuters í landinu en þeir voru þangað komnir til að afla frétta um róhinjga sem sætt hafa ofbeldi af hálfu hersins. Suu Kyi svarar þannig gagnrýnisröddum víðsvegar að úr heiminum fullum hálsi en margir líta á réttarhöldin yfir fréttamönnunum sem aðför að fjölmiðlafrelsinu.
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, varði í dag þá ákvörðun að fangelsa tvo fréttamenn Reuters í landinu en þeir voru þangað komnir til að afla frétta um róhinjga sem sætt hafa ofbeldi af hálfu hersins. Suu Kyi svarar þannig gagnrýnisröddum víðsvegar að úr heiminum fullum hálsi en margir líta á réttarhöldin yfir fréttamönnunum sem aðför að fjölmiðlafrelsinu.
Suu Kyi játaði hins vegar að „taka hefði mátt með öðrum hætti“ á róhingjum, íslömskum, ofsóttum, minnihlutahópi, en Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt þjóðarmorð hafa verið framið á þeim í Búrma. Hún stóð hins vegar fast við þá skoðun sína að fréttamennirnir tveir hefðu fengið réttláta meðferð.
„Þeir voru ekki fangelsaðir af því að þeir eru blaðamenn heldur af því að dómstólar hafa komist að því að þeir brutu lög,“ sagði hún.
Wa Lone og Kyaw Soe Oo fengu í síðustu viku sjö ára fangelsisdóm hver eftir að hafa verið hnepptir í varðhald við störf sín í Búrma. Þangað voru þeir komnir til að fjalla um ofsóknir hersins gegn róhingjum í Rakhine-héraði sem urðu til þess að hundruð þúsunda þeirra lögðu á flótta til nágrannalandsins Bangladess.
Suu Kyi er friðarverðlaunahafi Nóbels og var eitt sinn álitin táknmynd mannréttindabaráttu heimsins þar sem hún sat árum saman í stofufangelsi í heimalandi sínu. Hún hefur síðustu misseri hins vegar verið harðlega gagnrýnd fyrir að taka ekki á valdníðslu hersins gagnvart minnihlutahópnum. Herinn hefur gríðarleg völd í Búrma en þar var lengi herforingjastjórn.
„Þetta dómsmál fór fram fyrir opnum tjöldum,“ sagði hún um mál fréttamannanna. „Ég held að enginn hafi ómakað sig við að lesa niðurstöðu dómsins.“ Benti hún á að fréttamennirnir hefðu enn tækifæri til að áfrýja niðurstöðunni.