Ef það er ekki tilefni til að dekra við sig með smá kolvetnasprengju þá veit ég ekki hvað. Guðdómlegt pasta... löðrandi í ostasósu. Er eitthvað betra?
Ef það er ekki tilefni til að dekra við sig með smá kolvetnasprengju þá veit ég ekki hvað. Guðdómlegt pasta... löðrandi í ostasósu. Er eitthvað betra?
Ef það er ekki tilefni til að dekra við sig með smá kolvetnasprengju þá veit ég ekki hvað. Guðdómlegt pasta... löðrandi í ostasósu. Er eitthvað betra?
Pasta með kjúklingi og ómótstæðilegri ostasósu
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C og smyrjið fat eða ofnpönnu.
Bræðið smjörið í potti og kraumið hvítlaukinn og rauðlaukinn lauslega.
Hrærið maisenamjölið út í nokkrar skeiðar af mjólkinni þar til kekkjalaust. Hellið út á laukinn í pottinum og hrærið vel.
Bætið við worcestershire-sósu, tabasco-sósu, cayenne-pipar, laukdufti, hvítlauksdufti, salti og pipar. Haldið áfram að elda við meðalhita þar til blandan er hæfilega þykk. Bætið rjómaostinum út í ásamt einum bolla af rifna ostinum, hrærið vel.
Hellið síðan sósunni yfir pastað í ofnpönnunni og dreifið restinni af ostinum yfir.
Blandið innihaldsefnum sósunnar saman í skál og hitið í örbylgjuofni í 30 sekúndur, takið út og hrærið, endurtakið þetta þar til sósan fer að þykkna. Bætið út í vatni eftir smekk og hrærið þar til sósan hefur fengið samfellda og mjúka áferð.
Bætið kjúklingabitunum út í sósuna og dreifið þeim síðan yfir pastað í skálinni, þrýstið nokkrum bitum ofan í pastað.
Bakið í ofninum í u.þ.b. hálftíma. Dreifið loks gráðaosti, kóríander og púrrulauk yfir réttinn, og meiri sósu ef vill.