Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Kínverjar reyni að hafa áhrif á bandarísku þingkosningarnar með því að leggja innflutningstolla á bandarískar vörur.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Kínverjar reyni að hafa áhrif á bandarísku þingkosningarnar með því að leggja innflutningstolla á bandarískar vörur.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Kínverjar reyni að hafa áhrif á bandarísku þingkosningarnar með því að leggja innflutningstolla á bandarískar vörur.
Bandaríkjamenn lögðu innflutningstolla á kínverskar vörur að andvirði 200 milljarða dala í gær. Kínverjar svöruðu í dag með því að tilkynna um nýja tolla á bandarískar vörur að andvirði 60 milljarða dala.
Í röð tísta á Twitter sakaði Trump Kínverja um að beita innflutningstollum í pólitískum tilgangi.
„Kínverjar hafa sagt opinberlega að þeir séu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar okkar og breyta þeim með því að ráðast á bændurna okkar, eigendur búgarða og verkamenn vegna þess að þeir eru hliðhollir mér,“ skrifaði Trump.
„Kínverjar hafa notfært sér Bandaríkin í viðskiptaskyni í mörg ár. Þeir vita að ég er sá sem veit hvernig á að stöðva þetta ferli,“ bætti hann við.
„Það verða miklar efnahagslegar hefndaraðgerðir gegn Kína ef ráðist er á bændurna okkar, eigendur búgarða og/eða verkamenn!“
Óljóst er til hvaða opinberu tilkynningar Kínverja Trump var að vísa í tístinu.