Rannsaka glæpi gegn rohingjum

Rohingjar á flótta | 18. september 2018

Rannsaka glæpi gegn rohingjum

Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn hefur hafið bráðabirgðarannsókn á ásökunum um að stjórnvöld í Búrma (Mijanmar) hafi flutt rohingja með valdi yfir til Bangladess.

Rannsaka glæpi gegn rohingjum

Rohingjar á flótta | 18. september 2018

Saksóknarinn Fatou Bensouda.
Saksóknarinn Fatou Bensouda. AFP

Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn hefur hafið bráðabirgðarannsókn á ásökunum um að stjórnvöld í Búrma (Mijanmar) hafi flutt rohingja með valdi yfir til Bangladess.

Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn hefur hafið bráðabirgðarannsókn á ásökunum um að stjórnvöld í Búrma (Mijanmar) hafi flutt rohingja með valdi yfir til Bangladess.

Fatou Bensouda, saksóknari hjá dómstólnum, greindi frá þessu í yfirlýsingu.

Hann sagði að dómstóllinn myndi rannsaka málið gaumgæfilega en um er að ræða fyrsta skrefið í ferli sem gæti leitt til formlegrar rannsóknar og í framhaldinu ákæru Alþjóðastríðsglæpadómstólsins.

Ákveðið var að hefja rannsóknina tæpum tveimur vikum eftir að dómarar úrskurðuðu að þrátt fyrir að Búrma væri ekki hluti af Alþjóðastríðsglæpadómstólnum hefði dómstóllinn samt sem áður lögsögu í málinu vegna þess að Bangladess er þar meðlimur.

mbl.is