Hún er á þrítugsaldri og er á götunni vegna neyslu og geðrænna veikinda. Fjölskylda hennar er ráðalaus og óttast mjög um afdrif hennar í vetur. Því gatan er ekki heimili og ekki öruggur staður, ekki síst fyrir ungar konur þar sem hópur karla leitar slíkar konur uppi og nýtir sér neyð þeirra. Þær eru bráð þessara karla, konur sem eiga hvergi skjól.
Hún er á þrítugsaldri og er á götunni vegna neyslu og geðrænna veikinda. Fjölskylda hennar er ráðalaus og óttast mjög um afdrif hennar í vetur. Því gatan er ekki heimili og ekki öruggur staður, ekki síst fyrir ungar konur þar sem hópur karla leitar slíkar konur uppi og nýtir sér neyð þeirra. Þær eru bráð þessara karla, konur sem eiga hvergi skjól.
Hún er á þrítugsaldri og er á götunni vegna neyslu og geðrænna veikinda. Fjölskylda hennar er ráðalaus og óttast mjög um afdrif hennar í vetur. Því gatan er ekki heimili og ekki öruggur staður, ekki síst fyrir ungar konur þar sem hópur karla leitar slíkar konur uppi og nýtir sér neyð þeirra. Þær eru bráð þessara karla, konur sem eiga hvergi skjól.
„Ég sá hana í fyrsta skipti í geðrofsástandi eftir að hún tók amfetamín og þá var hún lögð inn á geðdeild að eigin ósk. Þá hafði hún verið í amfetamínneyslu í nokkra daga samfleytt. Hún var gríðarlega grönn á þessum tíma, örugglega ekki nema rúmlega fjörutíu kíló. Þetta er fyrir þremur eða fjórum árum.
Áður að þessu kom hafði hún notað alls konar fíkniefni og kannabisneyslan kom á svipuðum tíma og hún fór að drekka áfengi eða um fimmtán ára aldur.
Ekkert af þeim efnum hafði farið svona með hana þó svo að hún hafi oft verið erfið í samskiptum. Eitthvað sem við litum bara á sem kost, hún var mjög ákveðin og lét engan vaða yfir sig. En eftir að hún veiktist varð hún nánast ósjálfbjarga og á erfitt með að tjá sig á sama hátt og áður,” segir náinn ættingi hennar í samtali við mbl.is.
Viðtalið við fjölskylduna var birt á mbl.is um helgina:
Hann segir að hún hafi alltaf átt í skrýtnum samböndum við karlmenn og yfirleitt verið með mönnum sem eru talsvert eldri en hún. Nokkuð mörg ár eru síðan hún fór í meðferð og gekk ágætlega þar. Kynntist þar manni sem var að nota fíkniefni í æð. Þau stóðu sig bæði ágætlega í einhvern tíma en féllu svo bæði.
Hún átti marga góða vini hér áður en fáir ef engir þeirra treysta sér í að vera í samskiptum við hana í dag vegna þess hversu veik hún er. Hún er full ranghugmynda varðandi aðra og mistúlkar oft viðbrögð fólks.
„Okkur er alltaf sagt að hún glími við persónuleikaröskun en við höfum horft á hana í geðrofi sem fylgir geðhvarfasjúkdómum og það eru slíkir sjúkdómar í fjölskyldunni. Hún er með ranghugmyndir og talar við ósýnilegt fólk. Auðvitað getur geðrofið tengst neyslunni en það er ekki hægt að fullyrða það. Enda veit enginn í hversu mikilli neyslu hún er eða hefur verið í. Enginn nema hún sjálf. Jafnframt er hún mjög hvatvís og eyðir öllum peningum sem hún fær og oft í einhverja tóma vitleysu. Hún gistir kannski á hótelum og drekkur út peningana á nokkrum dögum. Hún er búin að mála sig út í horn alls staðar. Jafnvel rónarnir hafa hver annan en hún er ein. Hún er allt öðru vísi enda svo ofboðslega veik og enginn getur verið nálægt henni,” segir hann.
Hann segir að þegar henni líði sem verst og fjölskyldan hafi óttast um líf hennar hafi þau reynt að fá hana lagða inn á geðdeild án árangurs þar sem hún hefur ekki viljað sjálf leggjast inn.
„Stundum óskar hún sjálf eftir því að leggjast inn þar sem hún á engra kosta völ en er þá oft vísað á brott þar sem það er enginn tilbúinn til að taka á móti henni. Henni hefur jafnvel verið vísað frá Konukoti og þær konur sem ekki fá inni í Konukot hafa í engin önnur hús að venda. Hvað bíður hennar á götunni þar sem karlar leita uppi ungar konur eins og hana sem þeir misnota.
Það á enginn að vera á götunni í þessu velferðarþjóðfélagi sem við segjum Ísland vera. Hún ráfar um og reynir að komast í skjól einhvers staðar og núna er að koma vetur. Við vitum alveg að hún er ekki auðveld og mætir ekki í viðtöl sem henni er ætlað að mæta í hjá félagsþjónustunni en hún er svo veik að hún er einfaldlega ekki fær um það. Manneskja eins og hún er ekki fær um að sinna slíku. Það er eðli málsins samkvæmt ekkert auðvelt að nauðungarvista fólk en í sumum tilvikum er ekkert annað úrræði í boði til þess að afeitra fólk eins og hana,” segir fjölskylda ungu konunnar sem blaðamaður ræddi við.
Þau segjast óska þess að þurfa ekki að vera í þessum sporum – að vilja hana vistaða á geðdeild án hennar vilja en þau sjái ekkert annað sem mögulega gæti bjargað lífi hennar eins og staðan er í dag.
Foreldrar hennar reyndu að halda henni uppi í einhver ár, leigðu fyrir hana íbúð og keyptu mat og annað fyrir hana. En það gekk ekki til langs tíma þar sem þangað leitaði fólk sem líka var í neyslu og íbúðin varð fljótt að bæli. Þar sem raunveruleikaskyn hennar er ekkert og hvatvísin slík að hún æðir beint upp í fangið á næstu manneskju.
„Hún hugsaði svo vel um sig áður en í dag er það allt farið og erfitt að ímynda sér að þetta sé sama manneskjan og hún var fyrir nokkrum árum. Það sem þyrfti að gera er að koma henni inn á lokaða deild til þess að afeitra hana og svo þarf hún á virkri eftirmeðferð að halda. Að öðrum kosti á hún ekki afturkvæmt út á vinnumarkaðinn en henni tókst að ljúka námi áður en fíknin tók af henni völdin.
Eins og staðan er í dag þá er hún of veik til þess að sækja sér aðstoð sjálf og því ófær um að fara í meðferð eins og á Laugarásnum. Hún þarf líka að komast í búsetuúrræði,” segja þau.
Til að mynda skorti hana innsæi og hún segi eitt í dag og annað á morgun – einn daginn segist hún vera að fara á geðdeild en næsta dag segist hún kannski geta unnið á geðdeild.
„Nauðungarvistun er hræðilegur kostur en málið er að ástandið á henni er þannig í dag að það er sennilega eina úrræðið sem gæti bjargað henni. Ef ég væri í hennar sporum þá vildi ég óska þess að einhver tæki þessa ákvörðun fyrir mig. Það er að vista mig á geðdeild þangað til ég fengi innsæið að nýju,” segir manneskja sem er henni nákomin.
Fjölskylda ungu konunnar segir að þrátt fyrir að gott sé að vita að Konukot taki á móti konum sem eiga í miklum vanda þá sé það ekki nóg. Starf Konukots byggist á starfi sjálfboðaliða. Hætta sé á ofbeldi því þar gisti konur sem eru í neyslu og einhverjar eru ofbeldishneigðar. Aðrar séu ekki í neinni neyslu og aðrar glíma við geðrænan vanda. Bjóða þurfi upp á úrræði fyrir þessar konur þar sem fagfólk starfi sem kunni að takast á við vanda þeirra.
„Við erum sterkt bakland fyrir hana og gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að styðja við hana en það eru ekki allir sem eiga slíkt bakland því við erum með fólk sem á enga að og þarf á góðum málsvara að halda. Eitthvað sem ekki öllum stendur til boða,” segja þau og benda á að áður hafi það verið neyslan sem hafi verið það sem þau höfðu mesta áhyggjur af en í dag sé það geðvandi hennar sem þau óttast mest.
Hún fór í meðferð en féll og hún hefur verið nauðungarvistuð í þrjá sólarhringa á geðdeild en sleppt eftir það þar sem talið var að geðrofið stafaði af neyslu ekki geðhvörfum og þá ekkert hægt að gera fyrir hana þar.
„Við viljum bjarga henni úr sjálfsvígshugleiðingum og tryggja henni aðstoð sem hún er ekki að fá. Við höfum komið að lokuðum dyrum hjá velferðar- og heilbrigðiskerfinu og erum að gefast upp. Veikasta fólkið okkar er á götunni. Fólk sem hefur ekki vit fyrir sjálfu sér og fer ekki eftir neinum reglum þar sem það getur það ekki. Við höfum tekið hana inn á heimilið þegar hún hefur verið veik en vitum oftast ekki hvar hún heldur sig því hún býr á götunni. Þú ferð ekki og bankar upp á hjá fólki sem er á götunni og kannar hvernig það hefur það. Þegar hún hefur verið hér heima höfum við þurft að kalla lögreglu til að aðstoða okkur því hún er stjórnlaus í geðrofi. Þá var hún vistuð í fangaklefa sem er skelfilegt því hún er fárveik en ekki glæpamaður. Hún missir oft stjórn á skapi sínu og er í raun ekki fær um að búa í hefðbundnu leiguhúsnæði heldur þyrfti hún að vera í úrræði fyrir veikt fólk eins og hana. Lögreglan hefur hins vegar komið mjög vel fram við hana og yfirleitt sýnt skilning þó svo að hún geti verið mjög erfið,” segja aðstandendur hennar sem óttast að ekkert annað sé í boði fyrir hana í vetur en að „hírast í einhverjum skúmaskotum,“ segir hennar nánasta fjölskylda.